Uncategorized

Stofnfundur Foreldrafélags Stekkjaskóla

Hér með er boðað til stofnfundar Foreldrafélags Stekkjaskóla í húsnæði skólans við Heiðarstekk 10 á Selfossi  fimmtudagskvöldið 16. desember næstkomandi kl. 20:00. Undirritaðir fulltrúar úr hópi foreldra tóku að sér að undirbúa stofnun félagsins og gera drög að fyrstu lögum þess, sem fylgja með fundarboði þessu og verða borin upp til samþykktar á fundinum. Sjá nánar hér: …

Stofnfundur Foreldrafélags Stekkjaskóla Read More »

Fyrsti skóladagurinn í nýja húsnæðinu

Það var stór dagur  í Stekkjaskóla í dag þegar kennsla hófst í nýju húsnæði skólans að Heiðarstekk 10. Húsnæðið er rúmgott og fallegt og nemendur voru glaðir og spenntir þegar þeir mættu í skólann á nýjum stað. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur fást við ýmis viðfangsefni. Sjá einnig frétt á www.arborg.is og foreldrabréf sem fór heim í dag.  

Til hamingju með nýtt skólahúsnæði

Mánudaginn 29. nóvember hefst skólastarfið að Heiðarstekk 10, í rúmgóðu og fallegu húsnæði. Mikið þrekvirki hefur verið unnið síðustu daga við að koma öllu í stand og undirbúa komu nemenda í skólann. Starfsdagarnir fyrir helgi voru mjög vel nýttir í þá vinnu þar sem húsgögnum og búnaði var komið fyrir á rétta staði. Starfsmönnum skólans …

Til hamingju með nýtt skólahúsnæði Read More »

Kennsla hefst í nýju húsnæði mánudaginn 29. nóvember 

Nú styttist í að kennsla hefjist í nýju húsnæði Stekkjaskóla. Síðustu daga hafa birgjar verið að keyra til okkar húsgögn og annan varning og búið er að setja saman flest húsgögn. Verið er að  leggja lokahönd á framkvæmdir.  Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11. Þessa daga mun flutningum ljúka og starfsmenn flytja sig frá Bifröst yfir á Heiðarstekk. …

Kennsla hefst í nýju húsnæði mánudaginn 29. nóvember  Read More »

Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11 vegna flutninga skólans frá Bifröst að Heiðarstekk. 

Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11 vegna flutninga skólans frá Bifröst að Heiðarstekk.  Á starfsdögunum verður boðið upp á viðveru fyrir nemendur sem verður mönnuð af starfsfólki frístundar og stuðningsfulltrúum skólans. Þar sem það verður í mörg horn að líta hjá starfsfólki skólans og frístundar þá óskum við eftir að þeir sem hafa tök á því …

Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11 vegna flutninga skólans frá Bifröst að Heiðarstekk.  Read More »

Dagur íslenskrar tungu

Haldið var upp á dag  íslenskrar tungu með ýmsum hætti í Stekkjaskóla í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds.    Nemendur í 1. bekk unnu t.d. með ljóð Jónasar; Buxur, vesti, brók og skó. Buxur, vesti, brók og skó,   bætta sokka nýta,   húfutetur, hálsklút þó,   háleistana hvíta.  Umsjónarkennararnir hengdu upp ýmsan klæðnað á þvottasnúru með skírskotun í ljóðið eins og sjá má á …

Dagur íslenskrar tungu Read More »

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur

Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi 12. nóvember með nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.  Sjá hér  Reglugerðin gildir frá 13. nóvember til og með 8. desember 2021. Skólinn fer yfir á stig sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk mega fara á milli svæða en ekki að nauðsynjalausu – sýna skal smitgát. Helstu áhersluþættir eru eftirfarandi: Markmiðið með reglugerðinni ,,er að hægja …

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur Read More »

Skemmtilegur bangsa- og náttfatadagur

Um daginn var bangsadagur og þá máttu nemendur jafnframt koma í náttfötum. Vallaskóli bauð nemendum Stekkjaskóla á náttfataball sem var virkilegt ánægjulegt og skemmtilegt. Við þökkum Vallaskóla kærlega fyrir gott boð. Hér má sjá nokkrar myndir.

Ýmsar furðuverur

Um daginn var hrekkjavökudagur í Stekkjaskóla. Dagurinn var hinn skrautlegasti og margir voru í skemmtilegum búningum. Sumir voru alveg óþekkjanlegir. Í frístundinni voru síðan ýmsar hræðilegar veitingar sem Krystina í eldhúsinu sá um s.s. bakaðir puttar. Annars var dagurinn hinn skemmtilegasti og vonandi urðu engir nemendur hræddir þennan dag.

Styttist í flutninga

Þær gleðilegu fréttir fengust í vikunni að nú styttist í það að skólahúsnæði Stekkjaskóla verði tilbúið. Í næstu viku verður gerð öryggisúttekt á skólahúsnæðinu og í framhaldi af henni mun Heilbrigðiseftirlitið taka húsnæðið út. Þegar allt verður eins og það á að vera verður sótt um starfsleyfi fyrir skólann.  Það styttist því í flutninga í …

Styttist í flutninga Read More »