Nemendaverndarráð

Í samræmi við grunnskólalög 91/2008 er starfandi nemendaverndarráð í Stekkjaskóla. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs. Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa sem lögð hafa verið fyrir ráðið.  Ráðið fundar reglulega yfir skólaárið. Í nemendaverndarráði sitja skólastjóri og/eða fulltrúi sem hann tilnefnir, deildarstjóri stoðþjónustu, fulltrúi skólaheilsugæslu, fulltrúi sérfræðiþjónustu sveitarfélags, fulltrúi frá félagsþjónustu og náms- og starfsráðgjafi.