Tímabil 1: 28. ágúst - 13. október

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Bakstur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á bakstur, bæði á brauðmeti og sætmeti. Farið verður yfir umgengni og þrif á helstu áhöldum til bakstursgerðar auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir það.
  • Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga er varða matreiðslu, næringarfræði og meðferð matvæla.
  • Tjáð sig um ólíka siði og venjur, og þjóðlegar íslenskar hefðir.
  • Tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengsl þeirra við heilsufar.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavenjur.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Fartölvan

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Fartölvan er öflugt vinnutæki sem nauðsynlegt er að kunna á í nútímasamfélagi. Nemendur fá að kynnast grunnþáttum tölvunnar og leysa ýmiskonar fjölbreytt verkefni. Tölvurnar sem um ræðir eru Chromebooks.

Hæfniviðmið

  • Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi.
  • Nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Víddir

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

1. Bókverk - Aðferðir við þrykk og bókagerð

Kynntar verða nokkrar leiðir til myndsköpunar með þrykki á gelplötu (einþrykk). Fjallað um leiðir til að fjölfalda myndir og prentverk, s.s. með pappaþrykki, stimplum, stenslum og fl. Marmorering á einfaldan máta notuð til að búa til pappír sem hægt er að nota í bókargerð. Að lokum búnar til einfaldar bækur með afrakstrinum af þrykkinu og marmoreringin notuð á kápuna.

2. Hlutföll og rými - Heimur í skókassa

Nemendur fá skókassa sem þeir mega útfæra að vild og innrétta sem herbergi eða íbúð eða hvað þeim dettur í hug. Notast verður við alls konar tilfallandi efni, smákassa og box, pappír og annað sem til fellur. Um leið gefst tækifæri til að ræða og velta fyrir sér ýmsum hliðum hönnunar, hlutföllum og stærðum, litum og fleiru.

Hæfniviðmið

  • Notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Byggt listsköpun á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum og reynslu.
  • Beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis.
  • Greint, borið saman og metið aðferðir við gerð mismunandi listaverka.
  • Hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.
  • Tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Garnlitun og prjón

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við lærum að lita garn á mismunandi hátt og prjóna úr því einfalda hluti til skrauts eða notkunar. T.d. húfur, eyrnabönd, bolta, bangsa eða eitthvað sem nemendum dettur í hug. Nemendur fá kynningu á frægum prjónahönnuðum, íslenskum sem og erlendum.

Hæfniviðmið

  • Læra að lita garn og kynnast nýjum aðferðum innan textílfræða.
  • Kynnast gömlu og nýju handverki.
  • Kynnast grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Nemandi nái undirstöðufærni í prjóni, þ.e. að fitja upp og fella af og prjóna slétt prjón.
  • Nemandi læri að fylgja uppskrift.
  • Nemandi sé sjálfstæður í vali og vinnubrögðum.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


05 Fuglahús

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða fuglahús fyrir smáfugla sem ætlað er til að hengja upp. Húsið stendur á palli og er gert ráð fyrir að fylla það af korni. Neðst á húsinu er op sem kornið kemur undan og fuglarnir kroppa í.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan við í bland við unnið timbur
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Hjólaval

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Auður María Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 16 nemendur

Hjólað verður um bæinn á reiðhjólum og stoppað á ýmsum stöðum til að fara í leiki eða prófa spennandi íþróttagreinar. Farið verður í frisbígolf, strandhandbolta, strandblak, körfubolta, ratleiki og fleira. Nemendur eru einnig hvattir til að kynna samnemendur sína fyrir áhugaverðum stöðum þar sem skemmtilegt er að stunda hreyfingu.

Mikilvægt er að nemendur mæti á reiðhjólum og með reiðhjólahjálma þá daga sem valið er kennt á og að nemendur komi klæddir eftir veðri.

Hæfniviðmið

  • Markmiðið er að nemendur kynnist nýjum íþróttagreinum og sýni leikni í þeim, þjálfi upp aukið þol og læri að taka þátt á ábyrgan hátt í útivist.

Námsmat

Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

 



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Yoga og hugleiðsla

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á jóga og núvitund. Gerðar verða einfaldar jóga stöður og farið í leiki. Eins verður lögð áhersla á að nemendur kynnist því að endurnærast með því að koma kyrrð á hugann.

Undir einum af sex þáttum menntunar, sem Aðalnámsrá grunnskóla er reist á, er að finna þáttinn Heilbrigði og velferð. Þar er lögð áhersla á að grunnskólabörn hafi þörf fyrir næðisstund í skólanum og geti notið hvíldar. Að börn læri að slaka á og fái tíma til að hvílast.

Hæfniviðmið

  • Sýni öðrum kurteisi og virðingu
  • Efli vellíðan og jákvæða félagslega hegðun
  • Kynnist jóga og núvitund
  • Geti tekið þátt í slökun

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 iPad

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að vinna á fjölbreyttan hátt á iPad spjaldtölvur. Við munum skoða mismunandi smáforrit og vinna ólík verkefni beint á spjaldtölvuna.

Nemendur fá tækifæri til að koma með hugmyndir til kennara um hluti sem sniðugt væri að prófa eða skoða. Nemendur þurfa að geta unnið saman í ólíkum hópum eða unnið einir þar sem það á við.

Hæfniviðmið

  • Að geta rætt og útskýrt á gagnrýninn hátt eigið upplýsinga- og miðlalæsi.
  • Að geta nýtt hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á skapandi og skýran hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Teikning

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við munum æfum okkur í að teikna einfaldar og skemmtilegar myndir.

Markmið

  • Þroska sköpunargáfu.
  • Kynnast fjölbreyttri myndlist.
  • Geta sett fram á sjónrænan hátt eigin upplifun eða ímyndun.

Námsmat

Leiðsagnarmat og sjálfsmat ásamt virkni í tímum.

 


04 Boltaíþróttir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að vera úti og njóta haustsins í nokkrum mismunandi boltaíþróttum. Verðum mest í fótbolta og körfubolta og leikjum þeim tengdum en ætlum einnig að prófa amerískan fótbolta eða rugby.

Markmið

  • Efli liðsanda, vinnusemi og jákvæðni.
  • Skilja mikilvægi þess að vera góður liðsmaður.
  • Tillitssemi á vellinum og sýna góða samvinnu.
  • Vera með sjálfsaga, góða ástundun og taka þátt í þeim leikjum sem búið er að ákveða að fara í hverju sinni.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.

 


05 Ukulele

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Írena H. Guðnadóttir
Hámarksfjöldi: 8 nemendur

Við ætlum að kynnast hinu frábæra hljóðfæri ukulele. Við lærum að stilla það, halda á því og nokkra hljóma til að geta spilað nokkur lög saman.

Markmið

  • Að kynnast hljóðfærinu ukulele.
  • Að geta stillt hljóðfærið.
  • Að geta leikið nokkra einfalda hljóma.
  • Að geta leikið einfalda rytma.
  • Að sýna tillitssemi og hvatningu í hópavinnu.

Námsmat

Námsmat: Leiðsagnarmat og virkni í tímum.

 


06 Klifrandi fugl

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur saga út fugl eða annað dýr sem fest er á tein og getur klifrað niður.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur hanni leikfang/hlut innan ákveðinna marka.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut.
  • Að nemenur sjái hvernig við getum nýtt okkur þyngdaraflið til að búa til skemmtilegan hlut.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


 

Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is