Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11 vegna flutninga skólans frá Bifröst að Heiðarstekk. 

Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11 vegna flutninga skólans frá Bifröst að Heiðarstekk. 

Á starfsdögunum verður boðið upp á viðveru fyrir nemendur sem verður mönnuð af starfsfólki frístundar og stuðningsfulltrúum skólans. Þar sem það verður í mörg horn að líta hjá starfsfólki skólans og frístundar þá óskum við eftir að þeir sem hafa tök á því hafi börnin heima þessa daga til að létta undir með okkur. 

Sérstök skráning er í viðveruna á skólatímanum frá kl: 8:10 – 13:10 og jafnframt er mikilvægt að vita hvort hefðbundin skráning á frístund breytist eitthvað. Frístund Stekkjaskóla tekur svo við kl. 13:10 fyrir þau börn sem eru skráð þar.  

Hér er skráningarblað og biðjum við forráðamenn um að skila skráningunni til ritara skólans í síðasta lagi á hádegi, þriðjudaginn 23. nóvember.  Skráningin sendist á bjorkth@stekkjaskoli.is 

Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á mat þessa daga og því þurfa börnin að hafa með sér nesti, bæði fyrir morgunkaffi og hádegismat. Við mælum með að nestið sé aðskilið, þ.e. að það sé alveg skýrt fyrir barnið hvað er nesti að morgni og hvað er hádegismatur. Ávextir og mjólk verða á staðnum. Kaffitími á frístund heldur sér. 

Hér má sjá bréf skólastjórnenda sem var sent til forráðamanna föstudaginn 19. nóvember.