Tímabil 4: 12. febrúar - 12. apríl

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Eldað og bakað

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að elda einfalda rétti ásamt því að baka bæði brauðmeti og sætmeti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöld til bakstursgerðar og eldamennsku auk almenns frágangs.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Geti notað helstu handbrögð við eldamennsku og bakstur.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Skólafærni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Hellagröftur og kubbasmíði

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.

Hæfniviðmið

  • Vinna með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi við ýmis verkefni.
  • Lært af mistökum og geta nýtt það í að betrumbæta vinnu.
  • Nota ýmiskonar miðla við nýsköpun, þróun, framsetningu upplýsinga og hugmynda.
  • Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Stærðfræðileg myndlist

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Þökun, mandölur og mynstur

Kenndar eru einfaldar aðferðir til að búa til mynstur, þökun og mandölur. Farið í hvernig mynsturgerð og myndlist sem byggir á mynstri, tengist hugtökum stærðfræðinnar um hliðrun, snúning og speglun.

Listaverk og listamenn:

Nokkrir listamenn og verk þeirra notaðir sem kveikjur fyrir verkefnin og fjallað um hvernig menn hafa nýtt sér stærðfræði í listsköpun.

Hæfniviðmið

að nemandi geti…

  • Notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Byggt listsköpun á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum og reynslu.
  • Beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis.
  • Greint, borið saman og metið aðferðir við gerð mismunandi listaverka.
  • Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.
  • Gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Útsaumur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra mismunandi útsaumsspor sem þau nýta í margvíslega hluti s.s bókamerki, púða, veggmynd eða poka.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur geti skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt.
  • Að nemendur þekki nokkrar tegundir útsaumsspora.
  • Að nemendur vinni sjálfstætt að eigin textílverki á skipulagðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Fuglahús

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða fuglahús fyrir smáfugla sem ætlað er til að hengja upp. Húsið stendur á palli og er gert ráð fyrir að fylla það af korni. Neðst á húsinu er op sem kornið kemur undan og fuglarnir kroppa í.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan við í bland við unnið timbur
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Komdu að leika

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við vinnum með framkomu, tjáningu, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar og spuna þar sem nemendur búa til sín eigin leikrit. Einnig prufum við okkur áfram með handrit og aðra texta og skoðum hvað karaktersköpun er. Í enda smiðjunnar höldum við litla leiklistarhátíð og sínum hvort öðru hvað í okkur býr.

  • Hæfniviðmið
  • Geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undir- búning og sköpun leikþáttar.
  • Geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við frumsköpun leikins efnis. Skapað leikþætti í félagi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.
  • Geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína.
  • Geti flutt leiktexta í hlutverki á viðeigandi hátt fyrir framan áhorfendur.

Námsmat

Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Gúmmelaði

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að baka bæði brauðmeti og sætmeti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöldum til bakstursgerðar auk almenns frágangs.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Geti notað helstu handbrögð við bakstur.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishald.i
  • Skólafærni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Stekkjaleikarnir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Stekkjaleikarnir snúast um alls konar keppnir í hinu og þessu.

Í hverjum tíma verður hópnum skipt í lið og liðin keppa sín á mili í alls konar leikjum og þrautum. Hér er ekki um íþróttaleiki að ræða heldur reynir meira á útsjónarsemi, samvinnu og kænsku.

Markmið

  • Hópefli.
  • Samvinna.
  • Rökhugsun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Sögugerð í Book Creator

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við vinnum með sögugerð í forritinu Book Creator. Rafbækurnar er hægt að vista á margvíslegu formi og deila með öðrum, t.d. er bæði hægt að búa til bækur sem hægt er að fletta og líka myndbönd þar sem bókin flettist af sjálfsdáðum. Auðvelt er að læra á og vinna með forritið, einfalt að búa til ný verkefni, bæta við blaðsíðum, setja inn myndir, taka myndir, skrifa og teikna, setja inn texta og bæta við hljóði eða tónlist. Með Book Creator appinu geta allir búið til flottar sögubækur.

Markmið:

  • Skapa nemendum tækifæri til að skrifa fjölbreytta texta í ákveðnum tilgangi og fyrir tiltekna lesendahópa.
  • Hvetja nemendur til að skrifa og teikna frá eigin brjósti.
  • Æfa einfaldar leiðir við að undirbúa og skipuleggja ritun, s.s. ræða saman og teikna, búa til hugtakakort og nýta einfalda ritunarramma.
  • Veita nemendum tækifæri til að nýta tölvuforrit/smáforrit við ritun/miðlun.

Námsmat

Leiðsagnarmat og sjálfsmat ásamt virkni í tímum.

 


04 Rafíþróttir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna munum við byrja hvern tíma á spjalli, síðan fara í upphitun og teygja til þess að liðka vöðvana og tryggja góða líkamsstöðu. Síðan munum við spila í 50 til 60 mínútur sem er fínt viðmið þegar kemur að skjátíma ungmenna á miðstigi.

Markmið

  • Efla liðsanda, vinnusemi og félagsfærni.
  • Stuðla að heildstæðum þrekæfingum.
  • Stuðla að jákvæðri upplifun þegar unnið er í tölvuleikjum.
  • Skilja mikilvægi þess að vera góður liðsmaður.
  • Sýna góða samvinnu.
  • Vera með sjálfsaga, góða ástundun og taka þátt í þeim leikjum sem búið er að ákveða að fara í hverju sinni.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

 


05 Ukulele

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 8 nemendur

Við lærum undirstöðu atriði ukulele gítarsins. Æft verður samspil, grunn hljómar, spuni, taktur og lög. Við prufum okkur áfram í rólegheitunum, lærum einföld lög og jafnvel semjum einhver lög ef vel gengur.

Einnig fá nemendur að velja tónlist til að hlusta á og kynna fyrir samnemendum í samráði við kennara.

Í lok smiðju stefnum við á að kunna nokkur lög á ukulele sem við getum spilað bæði ein og í samspili.

Hæfniviðmið

  • Geti stillt ukulele
  • Geti leikið nokkra einfalda hljóma á hljóðfærið
  • Þekkir nokkra einfalda áslætti og rytma
  • Tekur þátt í að skapa og flytja einfalt tónverk og geti skráð það á einfaldan hátt.
  • Sýni tillitssemi og hvatningu í hópavinnu.
  • Geti rætt um eigin tónlist og annarra út frá smekk og upplifun.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.


06 Tinkercad

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra grunnatriði í þrívíddarforriti og hanna eða teikna sinn eigin hlut til framleiðslu fyrir þrívíddarprentara. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur læri grunnatriði í þrívíddarteikningu.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur hanni og “teikni” hlut sem þeir prenta svo út.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is