Stofnfundur Foreldrafélags Stekkjaskóla

Hér með er boðað til stofnfundar Foreldrafélags Stekkjaskóla í húsnæði skólans við Heiðarstekk 10 á Selfossi  fimmtudagskvöldið 16. desember næstkomandi kl. 20:00. Undirritaðir fulltrúar úr hópi foreldra tóku að sér að undirbúa stofnun félagsins og gera drög að fyrstu lögum þess, sem fylgja með fundarboði þessu og verða borin upp til samþykktar á fundinum.

Sjá nánar hér:

Fundarboð

Drög að lögum félagsins

Skólastjórnendur verða á staðnum og verður foreldrum boðið að skoða húsnæði skólans, hvort sem er hálftímann fyrir fund eða að fundi loknum.

 

Með aðventukveðju

Eva María Pétursdóttir – evam.petursdottir@gmail.com

Guðjón Bjarni Hálfdánarson – gudjon05@gmail.com

Pétur Aðalsteinsson – petur.adalsteinsson@isb.is