Fréttasafn
Fréttir frá Stekkjaskóla
Haustþing kennara
Eins og fram hefur komið í vikubréfum kennara og á skóladagatali er starfsdagur næstkomandi föstudag, 27. september. Þennan dag eru kennarar og annað uppeldismenntað starfsfólk á Haustþingi kennarafélags Suðurlands. Haustþingið hefst á fimmtudaginn eftir hádegi. Á fimtudaginn lýkur skóla hjá …
Skertur dagur þriðjudaginn 17. september
Þriðjudaginn 17. september er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00. Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar vinna að ýmsum faglegum undirbúningi eftir hádegi. Dagskráin í Stekkjaskóla verður tileinkuð teymissáttmálum og skólanámskrárgerð. …
Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla
Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn á kaffistofu starfsfólks skólans á þriðjudaginn 10. september, kl. 20:00. Fyrir liggur að ekki muni allir núverandi stjórnarmeðlimir gefa kost á sér til endurkjörs og hvetjum við því áhugasama til að mæta á fundinn og …
Bréf frá fjölskyldusviði Árborgar um ofbeldi meðal barna
Hér fyrir neðan má finna bréf frá Braga Bjarnasyni bæjarstjóra Árborgar og Heiðu Ösp Kristjánsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem forráðamenn grunnskólanemenda fengu sent til sín. Bréfið fjallar um ofbeldi meðal barna og alvarleika þess. Bréf á íslensku Bréf á ensku …
Bréf frá fjölskyldusviði Árborgar um ofbeldi meðal barna Read More »
Fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar
Þriðjudaginn 10. september kl. 17:00 verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar. Fundurinn verður haldinn á heimasvæði árgangsins. Það er einlæg ósk að a.m.k. eitt foreldri komi frá hverju barni. Fyrirlesturinn frá fjölskyldusviði heitir Barnið mitt, sjálfsmynd og áskoranir …
Fræðslu- og kynningarfundur fyrir forráðamenn 5. bekkjar Read More »
Fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn
Í september verða fræðslu- og kynningarfundir fyrir forráðamenn nemenda. Fundirnir fyrir forráðamenn nemenda í 1. og 5. bekk eru á vegum umsjónarkennara, skólastjórnenda og skólaþjónustu Árborgar. Aðrir fundir sjá umsjónarkennarar og nemendur um og eru á skólatíma. Fyrsti fundurinn verður …
Skólasetning Stekkjaskóla
Skólasetning fer fram fimmtudaginn 22. ágúst 2024 í hátíðarsal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 9:00 Nemendur í 1.-3. bekk, f. 2018, 2017 og 2016 Kl. 10:00 Nemendur í 4.-7. bekk, f. 2015, 2014, 2013 …
Skrifstofa skólans opnar 6. ágúst eftir sumarlokun
Þriðjudaginn 6. ágúst opnar skrifstofa Stekkjaskóla eftir sumarlokun og sumarfrí starfsmanna. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst og kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Skólastjórnendur
Umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúar óskast
Auglýst er eftir umsjónarkennurum á yngsta- og miðstig í 100% starfshlutföll frá 1. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennurum sem vilja kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og …
Gleðilegt sumar
Stekkjaskóla var slitið í þriðja sinn við hátíðlega athöfn þann 6. júní síðastliðinn. Á skólaslitum yngri nemenda spiluðu tveir nemendur á hljóðfæri, hún Erika Ósk Valsdóttir á fiðlu og Magni Þór Ívarsson á horn. Á skólaslitum eldri nemenda söng kór …
Skólaslit fimmtudaginn 6. júní
Skólaslit Stekkjaskóla verða fimmtudaginn 6. júní samkvæmt eftirfarandi skipulagi: 1.-3. bekkur kl. 9:00 4.-6. bekkur kl. 10:00 Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir.