sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Loftmyndir af framkvæmdum 

12 september, 2021
Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir stofnanir sveitafélagsins eins og þetta. Á yfirlitsmyndunum sést vel hvernig færanlegu kennslustofurnar tíu líta út, með breiðum og góðum gangi sem tengir stofurnar saman. Þar sjást einnig framkvæmdir við skólalóðina og er áætlað að malbika hana í næstu viku. Við í Stekkjaskóla hlökkum virkilega til að flytja inn í nýja húsnæði skólans sem verður hið glæsilegasta. Áætlað er að öll aðstaða verði fullfrágengin fyrri hluta októbermánaðar.  Á myndunum sést einnig hvað framkvæmdum við framtíðarhúsnæði Stekkjaskóla miðar vel áfram. Búið er að steypa upp hluta af 1. hæð skólans þar sem verða m.a. kennslurými fyrir tvo árganga, list- og verkgreinastofur, frístund, eldhús, matsalur og samkomusalur. Á efri hæðinni verður m.a. kennslurými fyrir tvo árganga til viðbótar, starfsmannaaðstaða, skrifstofur o.fl.  Við þökkum Rúnari Sveini kærlega fyrir þessar glæsilegu myndir.  

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

12 september, 2021

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10. 

Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar. 

Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að hægt verði að flytja inn í húsnæðið fyrri hluta októbermánaðar. Byrjað er að mála og framkvæmdir við skólalóðina eru hafnar.  Skólastjórnendur skólans eru virkilega ánægðir með húsnæðið, sem verður rúmgott og til fyrirmyndar.  

Fréttir frá Stekkjaskóla

3 september, 2021

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér á heimasíðu skólans. Heimasíðan verður sem fyrr helsta upplýsingaveita skólans.

Hugmyndin er að senda svona fréttabréf á forráðamenn 1-2 sinnum í mánuði.

Sjá hér: Fréttir frá Stekkjaskóla

Skólastarfið fer vel af stað

3 september, 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk ferðin vel. Veðrið hefði mátt vera betra en allir komu glaðir heim. Nemendur í 2. og 3. bekk fóru í Slakka í gær og áttu þar góðan dag saman. Hópurinn var til fyrirmyndar og fengu hrós fyrir frá starfsfólki Slakka.

Í næstu viku fara nemendur í eftirfarandi námsferðir:

  • Þriðjudaginn 7. september fer 1.bekkur í Alviðru
  • Fimmtudaginn 9. september fer svo 2. og 3. bekkur í Alviðru
  • Föstudaginn 10. september fer 4. bekkur í LAVA safnið á Hvolsvelli

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr skólastarfinu frá liðinni viku.