sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Hinsegin vika í Árborg

24 febrúar, 2024
Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn í sveitarfélaginu, vikuna 26. febrúar til 1. mars. Starfsmenn og nemendur Stekkjaskóla munu taka þátt í vikunni.

Við ætlum að hafa Regnbogadag í Stekkjaskóla föstudaginn 1. mars og hvetjum alla að mæta í litríkum fötum þann daginn.

Allir nemendur í 1. bekk fá síðan bókina „Vertu þú!“ að gjöf frá forvarnateymi Árborgar í samstarfi við Íslandsbanka og Landsbankann.

Í tilefni hinsvegin vikunnar færði forvarnarteymi Árborgar starfsfólki sveitarfélagsins regnbogabönd að gjöf. Starfsfólk er hvatt til að bera regnbogabandið alla daga ársins til að minna á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að öryggi og sýnileika, ásamt bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. Markmið hinsegin vikunnar er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.

Til upplýsinga þá verður Teams fyrirlestur um hinseginleikann mánudaginn 26. febrúar kl. 20:00.  Hér má sjá upplýsingar um viðburðinn.

Eins verður Margrét Tryggvadóttir rithöfundur á Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 29. febrúar og kynnir bækurnar sínar. Sjá hér.

Að lokum er hér áhugaverð frétt í Dagskránni um hinsegin vikuna.

   

Öskudagur og vetrarfrí framundan

13 febrúar, 2024

Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, er öskudagurinn. Það má gera ráð fyrir því að það verði líf og fjör í skólanum eins og undanfarin ár. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Við minnum nemendur á að geyma leikfangavopnin sín heima. Sundkennsla fellur niður á morgun og verður smá uppbrot á skólastarfinu yfir daginn en að mestu leyti verður hefðbundin kennsla.  

 Dagurinn byrjar á söngstund í matsalnum undir stjórn Lilju Írenu tónmenntakennara. Nemendur verða sóttir inn á svæði í fyrramálið til að koma í veg fyrir árekstra. 

 Eins verða stöðvar í fjölnotasalnum þennan dag fyrir hvern árgang sem íþróttakennararnir sjá um. Hver árgangur fær 40  mínútur í salnum. 

 Kennslu lýkur hjá okkur kl. 13:10 þennan dag eins og undanfarin ár. Þá fara nemendur sem eru skráðir í frístund þangað og sveitarútan fer kl. 13:15. 

 

Vetrarfrí 

Mánudaginn 19. febrúar og þriðjudaginn 20. febrúar er vetrarfrí og því engin kennsla. Njótið þess að vera í fríi þessa daga.
 

 

 

Pínulitla Mjallhvít

11 febrúar, 2024

Leikhópurinn  Lotta heimsótti Stekkjaskóla miðvikudaginn 7. febrúar með sýninguna Pínulitla Mjallhvít. 

Leikritið var sýnt fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Um var að ræða skemmtilega 30 mínútna sýningu sem var unnin uppúr sögunni um  Mjallhvíti og dvergunum sjö.  

Sagan var sett upp í nýjan og frumlegan búning,  prýdd fallegum boðskap, frábærum húmor og góðum lögum.  

Óhætt er að segja að bæði nemendur og starfsmenn skemmtu sér vel á sýningunni og hlógu mikið. 

Nánar má lesa um sýninguna á heimasíðu List fyrir alla.

Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla

10 febrúar, 2024

Eld­gosið sem hófst að morgni miðvikudagsins 8. fe­brú­ar milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells sást víða að. Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla sáu vel birtuna og reykjarmökkinn frá eldgosinu af efri hæð skólans. Margir nemendur fóru upp á efri hæðina og gátu séð þessi sögulegu tíðindi. Þetta var þriðja gosið í grennd við Grindarvík og eitt stysta gosið á Reykjanesi frá því að hamfarirnar byrjuðu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í 1. og 2. bekk í skoðunarferð upp á 2. hæð og birtuna og reykjarmökkinn frá gosinu.