sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Vorhátíð og skólaslit 2022

1 júní, 2022
Nú fer fyrsta starfsári Stekkjaskóla að ljúka, en árið hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt fyrir okkur öll. Við eigum ljúfar minningar um gott skólaár, þrátt fyrir húsnæðiserfiðleika í byrjun skólaárs og heimsfaraldur sem hafði sem betur fer ekki mikil áhrif á skólastarfið í vetur. Við ljúkum skólaárinu með vordögum þann 3. og 7. júní þar sem nemendur m.a. bregða sér af bæ og fara í stuttar ferðir í nærumhverfinu okkar. Við höldum svo Vorhátíð þann 8. júní og bjóðum foreldrum í grillveislu og síðan eru skólaslit þann 9. júní. Sjá dagskrá hér að neðan:  Vorhátíð 8. júní  Skóladagurinn byrjar að venju kl:8:10 og við ætlum að byrja daginn á samveru á sal og söngstund. Frá kl:9:00 fara börnin á milli stöðva, í leiki og fleira fjör sem er bæði úti og inni. Við endum svo á grilli kl:12:00-12:45 þar sem foreldrafélagið grillar með okkur og býður upp á óvæntan glaðning fyrir börnin. Foreldrum er velkomið að taka þátt í leikjum og samveru með okkur að morgni og/eða í grilli og útiveru frá kl:12:00. Skóladagurinn endar kl:13:10 samkvæmt stundatöflu en ef foreldrar taka barnið sitt með heim eftir grillið þarf að láta kennara vita. Frístund er opin þann 8. samkvæmt plani en þann 9. er lengd viðvera og sér skráning samkvæmt upplýsingum frá Bjarkarbóli.    Skólaslit 9. júní  Skólaslit Stekkjaskóla verða í matsalnum í þrennu lagi. 
  • Kl. 8:30    1. bekkur 
  • Kl. 9:30    2. og 3. bekkur 
  • Kl. 10:30  4. bekkur 
Dagskrá: 
  • Skólastjóri ávarpar nemendur og forráðamenn 
  • Tónlistaratriði 
  • Umsjónarkennarar afhenda vitnisburð og kveðja nemendur  
Bestu sumarkveðjur, starfsfólk Stekkjaskóla      Vorbréf, Vorhátíð og skólaslit

Fréttir frá Stekkjaskóla

15 maí, 2022

Stjórnendur skólans senda rafrænt fréttabréf til forráðamanna að jafnaði einu sinni í mánuði.

Hér má sjá fréttabréfið sem var sent út 13. maí: Fréttabréf 7. tbl. 

Kaffihúsafundur um innra mat Stekkjaskóla

11 maí, 2022

Matsteymi Stekkjaskóla stendur fyrir kaffihúsafundi um innra mat skólans miðvikudaginn 18. maí kl. 13:30-15:30. Þátttakendur verða starfsmenn og forráðamenn. Rýnt verður í niðurstöður úr starfsmannakönnun Maskínu og foreldrakönnun Skólapúlsins. Þátttakendum verður skipt upp í sex hópa með u.þ.b. 5-6 þátttakendum í hverju hópi. Hver hópur fer á sex stöðvar/stofur þar sem ræða á ákveðnar niðurstöður sem komu ekki nógu vel út, greina og koma með hugmyndir að umbótum. Matsteymið tekur síðan tillögurnar saman og býr til umbótaáætlun sem unnið verður eftir á næsta skólaári.

Kaffihúsafundurinn hefst í matsal Stekkjaskóla þar sem sagt verður frá skipulagi dagsins.  Einnig verða niðurstöður úr spurningum sem vinna á með kynntar.

Dagskrá:

  1. Kynning á skipulagi dagsins
  2. Unnið í hópum – Kaffihúsaspjall um niðurstöður og hugmyndir að umbótum
  3. Samantekt og fundi slitið

Við hvetjum forráðamenn sem hafa áhuga og svigrúm að taka þátt í þessari vinnu með okkur.

Skráning verður á fundinn vegna undirbúnings og fer bréf heim til forráðamanna með vefslóð til að skrá sig.

Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudagskvöldið 17. maí.

Skóladagatal 2022-2023

11 maí, 2022

Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023. Einnig er flýtihnappur hér fyrir ofan á skóladagatal ársins og fyrir neðan það er skóladagatal næsta skólaárs.