sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla í kvöld

21 september, 2022
Kæru forráðamenn!Foreldrafélag Stekkjaskóla minnir á aðalfund foreldrafélagsins á morgun. Sem fyrr hvetjum við ykkur til að mæta og taka þátt í starfinu með þeim. Félagið er nýtt og hefur núna sitt annað starfsár eins og skólinn.Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn miðvikudaginn 21. september kl. 20:00 í matsal Stekkjaskóla. Áhugasömum gefst kostur á að bjóða sig fram í stjórn félagsins en stjórnin hvetur fólk til að mæta líka bara til að fræðast og spjalla um komandi skólaár. Boðið verður upp á kaffi og kex á fundinum.Dagskrá fundarins:1. Skýrsla um starfsemi félagsins kynnt og farið yfir ársreikning.2. Kosning stjórnar og skólaráðs.Athugið að búið er að manna stjórn ef engin framboð koma en við hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér.3. Ákvörðun árgjalds.4. Farið yfir komandi verkefni vetrar.Allar hugmyndir fyrir ný verkefni eru vel þegnar.Kveðja stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla

Haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk

17 september, 2022

Mánudaginn 19. september kl. 17:00-18:30 verður haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk.  Erindi verða frá fjölskyldusviði Árborgar ásamt námsefniskynningu frá umsjónarkennurum. Við vonumst til að sjá sem flesta, enda frábær fræðsla í boði ásamt mikilvægri kynningu umsjónarkennara nú þegar nemendur eru að stíga sín fyrstu skref á miðstigi.Hlökkum til að hitta ykkur og eiga notalega stund.

Nýr umsjónarkennari i 3.-4. bekk

17 september, 2022

Gunnar Hliðdal Gunnarsson grunnskólakennari hefur verið ráðinn sem þriðji umsjónarkennarinn í 3.-4. bekk. Hann hefur langan og góðan feril sem umsjónarkennari, síðustu árin í Grunnskóla Hveragerðis. Við bjóðum Gunnar hjartanlega velkominn í starfsmannahóp Stekkjaskóla.

Eins og áður hefur komið fram fjölgaði nemendum mikið rétt fyrir skólabyrjun og mest í 3.-4. bekk.  Þess vegna var ákveðið að fjölga kennurum í þessum árgöngum.

Í dag er fjöldi nemenda í skólanum 171 og skiptist svona:

  1. árgangur – 43 nemendur
  2. árgangur –  37 nemendur
  3. árgangur –  28 nemendur
  4. árgangur  – 24 nemendur
  5. árgangur – 39 nemendur

Námsefniskynning fyrir forráðamenn nemenda í 2. bekk

17 september, 2022

Miðvikudaginn 21. september kl:8:10 að morgni, bjóða umsjónarkennarar í 2. bekk foreldrum  nemenda  í árgangnum að mæta í skólann með börnunum sínum á námsefniskynningu.