sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Fréttabréf til foreldra – skráning á vinnudag

12 janúar, 2022
Stjórnendur Stekkjaskóla senda að jafnaði fréttabréf til foreldra einu sinni í mánuði.  Hér má sjá 4. tbl. skólaársins sem var sent út 10. janúar. Í fréttabréfi mánaðarins er m.a. sagt frá vinnudegi starfsmanna miðvikudaginn 12. janúar í tengslum við þróunarverkefnið ,,Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla“. Foreldrum er þar boðið að taka þátt.

Sjá nánar hér:

Næstkomandi miðvikudag, 12. janúar ætla starfsmenn að halda áfram að vinna að þróunarverkefninu ,,Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla“. Að þessu sinni verðum við með dagskrána á Teams vegna samkomutakmarkana og stöðunnar í faraldrinum.

Verkefnið byggir m.a. á því að byggja upp teymiskennslu og teymisvinnu í Stekkjaskóla og vinna að áhersluþáttum skólans. Ingvar Sigurgeirsson prófessor er verkefnisstjóri verkefnisins.

Dagskráin á miðvikudaginn verður eftirfarandi:

Kl. 13:30 Stjórnendur skólans að kynna vinnufyrirkomulag dagsins og þau verkefni sem teymin ætla að vinna að á næstu vikum.

Kl. 14:00 Kynning á teymiskennslu. Ásta Björk Agnarsdóttir og Elsa Sif Guðmundsdóttir kennarar í Lindaskóla kynna teymiskennslu. Umræður í framhaldinu.

kl. 14:40 Nýtt nafn á verkefnið. Ingvar Sigurgeirsson fer yfir hugmyndir starfsmanna og kynnir hópavinnu teymanna sem fer fram miðvikudaginn 19. janúar.

Þennan dag eru foreldrar velkomnir að fylgjast með dagskránni og taka þátt. Það væri ánægjulegt ef einhverjir fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins geta mætt , fulltrúi úr skólaráði og aðrir sem vilja. Áhugasamir foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að boða komu sína með því að senda póst á astros@stekkjaskoli.is​ og hilmarb@stekkjaskoli.is og þá fá þeir sendan tengil á fundinn. Skráningu lýkur kl. 12:00 á miðvikudaginn.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum og ritara.

Foreldrafélag Stekkjaskóla stofnað

9 janúar, 2022

Fimmtudaginn 16. desember síðastliðinn var stofnfundur foreldrafélag Stekkjaskóla . Fundurinn gekk vel fyrir sig og létt var yfir fundarmönnum.

Hilmar Björgvinsson skólastjóri tók að sér fundarstjórn og Kristjana Sigríður Skúladóttir foreldri skrifaði fundargerð. Fyrst var farið yfir drög að lögum félagsins og þau samþykkt. Síðan var kosin stjórn félagsins. Pétur Aðalsteinsson var kosinn formaður og meðstjórnendur voru kosnir Kristjana Sigríður Skúladóttir, Sólveig Ingadóttir, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Eva María Pétursdóttir. Berglind Ósk Einarsdóttir var kosin skoðunarmaður reikninga. Að loknu stjórnarkjöri voru valdir tveir fulltrúar foreldra í skólaráð og eru þeir Smári Hallgrímsson og Guðjón Bjarni Hálfdánarson. Einnig óskaði Hilmar eftir foreldrafulltrúa í matsteymi skólans og samþykktu fundarmenn að nýkjörin stjórn myndi finna fulltrúa á fyrsta fundi sínum á nýju ári.

Eftir góða umræðu um hlutverk matsteymis skólans, hlutverk foreldrafélagsins, aðstöðu skólans, íþróttahúsnæði sveitarfélagsins o.fl. kynnti Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri gagnvirka snjalltöflu. Fundarmenn fóru í námsleik og kynntust ,,Just Dance“ og dönsuðu af mikilli innlifun og kæti.

Eftir fundinn skoðuðu fundarmenn skólahúsnæði skólans og voru allir ánægðir með húsnæðið, aðstöðuna og kennslugögn.

Hér má sjá fundargerð stofnfundarins og lög foreldrafélagsins.

Gleðilegt nýtt ár

3 janúar, 2022

Starfsmenn Stekkjaskóli óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir gott samstarf á nýliðnu ári.

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 4. janúar 2022. Skólarúta fyrir börnin í dreifbýlinu gengur samkvæmt áætlun. Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að láta vita af veikindum eða öðrum leyfum.

Ný sóttvarnareglugerð tók gildi á Þorláksmessu og mun hún gilda til og með 12. janúar 2022. Breytingarnar frá þeim takmörkunum sem áður giltu snúa fyrst og fremst að starfsfólki:

  • Nú mega ekki fleiri en 20 fullorðnir koma saman í hverju rými og grímuskylda er ef ekki er hægt að halda 2 m reglu. Starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.

Gagnvart nemendum gildir eftirfarandi:

  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Blöndun milli hópa er heimil og heimilt er að fara á milli rýma.
  • Leitast skal við að hafa 1 metra milli nemenda.
  • Í grunnskólum þurfa nemendur ekki að bera grímur þó það sé ekki mögulegt, slíkt á einungis við í framhalds- og háskólum.

Í Stekkjaskóla er matartími nemenda þrískiptur og þar matast aldrei fleiri en 37 nemendur í senn. Jafnframt er húsnæðið okkar rúmgott og því auðvelt að halda fjarlægð í kennslustofum og á tengigangi.

Í dag var starfsdagur þar sem starfsmenn unnu að undirbúningi kennslunnar og móttöku nemenda samkvæmt gildandi reglugerð. Í kennslustofum er búið að raða upp borðum þannig að góð fjarlægð er á milli nemenda. Það var virkilega gott hljóð í starfsmönnum í dag. Jákvæðni og gleði var ríkjandi í hópnum og við hlökkum virkilega til að fá nemendur í skólann að nýju eftir jólaleyfi.

Ef eitthvað er óljóst varðandi skólastarfið sem framundan er veita stjórnendur nánari upplýsingar.

Matseðill janúarmánaðar

3 janúar, 2022

Hér má sjá matseðil janúarmánaðar.