
Fréttasafn
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Njótið samverustunda og útiveru og sjáumst hress og kát í ágúst.
Skrifstofa skólans opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 5. ágúst.
Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst og kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.
Gleðilegt sumar.
Starfsmenn Stekkjaskóla
Fimmtudagur 5. júní verður hin árlega vorhátíð skólans sem starfsmenn og foreldrafélagið undirbýr í sameiningu.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Mæting 8:10 á heimasvæði
- 8:10-9:30 – samvera á heimasvæði
- 9:30-9:50 – frímínútur
- 10:00-11:00 – ratleikur
- 11:00-11:30 – skemmtun í boði foreldrafélagsins
- 11:30: grillaðar pylsur.
Nemendur mega fara heim með foreldrum að grilli loknu.
Nemendur í 1. og 2. bekk verða í gæslu til kl .13:00 – mikilvægt að foreldrar láti vita ef þeir taka nemendur með heim.
Foreldrar og forráðamenn velkomnir kl. 11:00
Sjá boðskort á íslensku hér
Sjá boðskort á ensku hér
Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur hjá starfsmönnum skólans á morgun, föstudaginn 23. maí. Kennarar munu vinna að námsmati og öðrum faglegum störfum.
Í bréfi sem fór heim til nemenda um daginn var vorskipulagið kynnt. Sjá hér.
Síðastliðna þrjá daga hafa nemendur og starfsfólk unnið saman að fjölbreyttum verkefnum tengd þemadögum í Stekkjaskóla. Við vorum einstaklega heppin með veður sem var gott þar sem um helmingur af verkefnunum voru unnin utandyra.
Okkur þótti sértaklega gaman að sjá hversu vel nemendur unnu saman þvert á árganga. Þau eldri hjálpuðu þeim yngri og allir skemmtu sér vel.
Við erum líka afskaplega ánægð með afraksturinn en hann verður að miklu leyti til sýnis á vordaginn, 5. júní næstkomandi.
Hlökkum til að sjá ykkur þá.