Tímabil 5: 15. apríl - 31. maí

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Matur og kræsingar

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að elda einfalda rétti ásamt því að baka bæði brauðmeti og sætmeti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöld til bakstursgerðar og eldamennsku auk almenns frágangs.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Geti notað helstu handbrögð við eldamennsku og bakstur.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Skólafærni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Forritun

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessari valgrein ætlum vð að prófa að forrita. Við munum bæði nota iPada, Chromebooks tölvurnar og PC tölvurnar ásamt ýmsum öðrum búnaði. Við ætlum að æfa okkur að notast við svo kallaða forritunahugsun í ýmsum verkefnum.

Hæfniviðmið

  • Nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt
  • Unnið með forritunarhugsun og af hverju við notum hana.
  • Kynnast grunnatriðum í einfaldri forritun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Draumaskólinn

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Nemendur hanna draumaskóla og velta fyrir sér hvers konar skóla þeir myndu vilja sækja. Byrjað er á hugarflæði um skóla og námsgreinar, til hvers skólinn er og hvað nemendur sjálfir myndu vilja læra. Nemendur skiptast í hópa eftir því hvaða áhugasviði þeir vilja að skólinn þeirra tengist.

Nemendur hanna skólann og búa til líkön úr pappakössum og tilfallandi dóti með endurnýtingu í huga. Það má líka hanna lóð í kringum skólann eða íþróttaaðstöðu eða hvað sem nemendur vilja hafa.

Í lokin eiga nemendur að kynna sinn skóla, hvaða sérstöðu hann hefur og fyrir hverja hann er hugsaður.

Hæfniviðmið

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Nemandi getur byggt verkefnin sín á hugmyndavinnu.
  • Nemandi getur hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast.
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt frumkvæði.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Útikennsla og ýmislegt smálegt

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira. Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.

Hæfniviðmið

  • Sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði.
  • Geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
  • Að nemendur sýni frumkvæðni og geti unnið á skipulagðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Smíðum bíl

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða lítinn leikfangabíl. Ef tími vinnst til vörum við í fablab og tengjum ledljós við bílinn með rofa.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, timbur, plexigler o.fl.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Listin að leika

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við vinnum með framkomu, tjáningu, kurteisi, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmsar leiklistaræfingar, leiki og spuna þar sem nemendur búa til sín eigin leikrit í litlum hópum. Einnig prufum við okkur áfram með handrit, handritsgerð og aðra texta og skoðum hvað karaktersköpun er. Umfram allt verður alveg svakalega gaman því lífið er ævintýr og við leikum með!

Í enda smiðjunnar höldum við litla leiklistarhátíð og sínum hvort öðru hvað í okkur býr.

Hæfniviðmið

  • Geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undir- búning og sköpun leikþáttar.
  • Geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við frumsköpun leikins efnis. Skapað leikþætti í félagi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.
  • Geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína.
  • Geti flutt leiktexta í hlutverki á viðeigandi hátt fyrir framan áhorfendur.

Námsmat

Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Sætabrauð

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að baka bæði brauðmeti og sætmeti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöldum til bakstursgerðar auk almenns frágangs.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Geti notað helstu handbrögð við bakstur.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Skólafærni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Róbótar

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við munum fikta saman í tæknilegói og reyna búa til einhver vélmenni eða róbóta.

Markmið

  • Læra að vinna með smáa hluti til uppbyggingar.
  • Passa upp á umgengni og halda skipulagi í vinnu.
  • Vanda vinnubrögð og forritunarhugsun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Teikning

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Teikning - bæði frjáls sköpun sem og kynning á einföldum teikniforritinum í iPad.

Markmiðin eru að:

  • Nemendur geti unnið sjálfstætt við sköpun sinna eigin verka og leitað leiða til afraksturs.
  • Hvetja nemendur til að teikna frá eigin brjósti
  • Veita nemendum tækifæri til að nýta tölvuforrit/smáforrit við teikningu/miðlun
  • Þroska sköpunargáfu.
  • Kynnast fjölbreyttri myndlist.
  • Geta sett fram á sjónrænan hátt eigin upplifun eða ímyndun.

Námsmat

Leiðsagnarmat og sjálfsmat ásamt virkni í tímum.

 


04 Boltar og leikir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að vera úti og njóta vorsins í nokkrum mismunandi boltaíþróttum. Verðum mest í fótbolta og körfubolta og leikjum þeim tengdum en ætlum einnig að prófa amerískan fótbolta eða rugby.

Markmið

  • Efli liðsanda, vinnusemi og jákvæðni.
  • Skilja mikilvægi þess að vera góður liðsmaður.
  • Tillitssemi á vellinum og sýna góða samvinnu.
  • Vera með sjálfsaga, góða ástundun og taka þátt í þeim leikjum sem búið er að ákveða að fara í hverju sinni.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

 


05 Tónlistarkarfan

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 8 nemendur

Við skoðum hljóðfærin sem til eru í skólastofunni, spáum í hvaða möguleika þau bjóða uppá og lærum saman á þau. Spilað verðurbæði í minni og stærri hópum, við skoðum grunn hljóma, spuna, takt, allskonar leiki og auðvitað skemmtileg lög. Við prufum okkur áfram í rólegheitunum, lærum einföld lög og stef og semjum jafnvel lag ef vel gengur.

Einnig fá nemendur að velja tónlist til að hlusta á og kynna fyrir samnemendum í samráði við kennara.

Hæfniviðmið

  • Þekki mismunandi hljóðfæri.
  • Geti spilað á nokkur einföld hljóðfæri.
  • Geti meðhöndlað hljóðfæri af varfærni.
  • Tekur þátt í að skapa og flytja einfalt tónverk og geti skráð það á einfaldan hátt.
  • Geti unnið í hóp, sýnt tillitssemi og hvatt aðra áfram.
  • Geti rætt um eigin tónlist og annarra út frá smekk og upplifun.
  • Geti unnið í hóp, sýnt tillitssemi og hvatt aðra áfram.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.


06 Þrívíddarprentun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra grunnatriði í þrívíddarforriti og hanna eða teikna sinn eigin hlut til framleiðslu fyrir þrívíddarprentara. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur læri grunnatriði í þrívíddarteikningu.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur hanni og “teikni” hlut sem þeir prenta svo út.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is