Styttist í flutninga

Þær gleðilegu fréttir fengust í vikunni að nú styttist í það að skólahúsnæði Stekkjaskóla verði tilbúið. Í næstu viku verður gerð öryggisúttekt á skólahúsnæðinu og í framhaldi af henni mun Heilbrigðiseftirlitið taka húsnæðið út. Þegar allt verður eins og það á að vera verður sótt um starfsleyfi fyrir skólann. 

Það styttist því í flutninga í nýtt húsnæði og að undirbúa kennslu nemenda á nýjum stað.  Mikil vinna er því framundan við flutninga, móttöku húsgagna og búnaðar og skipulag kennslu. Það er mjög mikilvægt að undirbúa komu nemenda vel þannig að þeim og starfsmönnum líði vel í nýja húsnæðinu strax frá fyrsta skóladegi á Heiðarstekk.  Til að þetta gangi allt upp óskuðu skólastjórnendur eftir því við fræðsluyfirvöld að fá tvo auka starfsdaga í þessa vinnu.  Við erum virkilega ánægð með það að fræðsluyfirvöld sýndu þessari beiðni mikinn skilning og samþykktu hana. Til þess að koma til móts við forráðamenn hafa stjórnendur Stekkjaskóla og frístundar tekið höndum saman og ætla að hafa opna viðveru í Bifröst fyrir þá nemendur sem þurfa á því að halda. 

Sjá nánar bréf hér sem fór heim til forráðamanna í dag.