Dagur íslenskrar tungu

Haldið var upp á dag  íslenskrar tungu með ýmsum hætti í Stekkjaskóla í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds.   

Nemendur í 1. bekk unnu t.d. með ljóð Jónasar; Buxur, vesti, brók og skó.

Buxur, vesti, brók og skó,  

bætta sokka nýta,  

húfutetur, hálsklút þó,  

háleistana hvíta. 

Umsjónarkennararnir hengdu upp ýmsan klæðnað á þvottasnúru með skírskotun í ljóðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Haft er eftir Hallgrími Tómassyni, systursyni skáldsins, að Jónas hafi kveðið vísu þessa á sjötta ári. 

Einnig var byrjað að vinna með bækur Gunnars Helgasonar rithöfundar sem mun standa yfir fram að jólum.  Gunnar ætlar síðan að koma í heimsókn til okkar föstudaginn 10. desember. Hann mun þá lesa upp úr tveimur bóka sinna; ,,Drottningin sem kunni allt nema…“ og ,,Bannað að eyðileggja”. Hann ætlar einnig að ræða almennt um lestur og vekja athygli á barnabókmenntum.