Náms- og starfsráðgjöf

Klara Öfjörð
náms- og starfsráðgjafi Stekkjaskóla
klara@stekkjaskoli.is
Viðvera námsráðgjafa er mánudaga til fimmtudaga frá kl.8:10 – 16:00
Bóka viðtal við námsráðgjafa

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum er snertir námið og í persónulegum málum. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður þeirra og er bundinn þagnaskyldu samkvæmt lögum um barnavernd nr.80/2002.

Náms- og starfsráðgjafi leitast við að aðstoða nemendur við lausn ýmissa mála sem upp koma bæði er snertir námið sem og í persónulegum málum. Hann veitir nemendum jafnframt ráðgjöf og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Nemendur geta því með leyfi kennara komið í kennslustundum eða leitað til hans í frímínútum og eftir skóla. Foreldrar geta líka leitað til námsráðgjafa vegna barna sinna sjá Bóka viðtal við námsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi er ekki meðferðaraðili en vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans eftir því sem við á og aðra sérfræðinga innan og utan skólans.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:

  • Efla vitund einstaklinga um eigin hæfileika, viðhorf og áhuga þannig að þeir getið notið sín í námi og starfi.
  • Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda einstaklingum að átta sig á styrkleikum, færni og áhuga til að auðvelda þeim að ákveða stefnu í námi og starfi.
  • Náms- og starfsráðgjöf á að vera allt í senn, fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.
  • Hlutverk náms- og starfsráðgjafar snýr að velferð nemenda, ekki einungis með framtíðarðarplön þeirra í huga heldur einnig, líðan, sjálfsþekkingu, uppbyggingu sjálfsmyndar og bættum samskiptum.

Náms- og starfsráðgjafar bjóða upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfsstyrkingu og samskiptavanda. Stuðst er m.a. við námsefnið Ég og framtíðin – náms- og starfsfræðsla, Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, Sterkari út í lífið, Verkfærakistu KVAN og Hugarfrelsi ásamt öðrum verkefnum.

Aðstoð námsráðgjafa beinist því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.