Tímabil 2: 16. október - 8. desember

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Matreiðsla & hátíðarbakstur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur. Í vikunni fyrir Hrekkjavöku verður bakstur með hrekkjavökuþema og síðari hluta tímabilsins skiptum við yfir í jólaþema.

Farið verður yfir meðhöndlun matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Minecraft

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.

Hæfniviðmið

  • Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi.
  • Nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Teikni-tækni

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Viðfangsefni námskeiðsins er:

  • Fjarvídd út frá einum punkti
  • Skyggingar
  • Mismunandi teikniáhöld
  • Manga-teikningar
  • Sitthvað fleira um teikni-tækni.

Við munum einnig gefa okkur tíma í föndur fyrir Halloween og notum einn til tvo tíma í að læra ýmsar aðferðir við jólakortagerð.

Hæfniviðmið

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Nemandi getur greint, borið sman og metið aðferðir við gerð mismunandi listaverka.
  • Nemandi getur byggt listsköpun á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum og reynslu.
  • Nemandi getur hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt verkefni.
  • Nmenandi getur beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis.
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt frumkvæði.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Tösku- og pokagerð + jólafjör

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur búa til litlar töskur, sundpoka eða snyrtibuddur. Merkja pokana með textíl vinyl sem við pressum á efnin. Einnig búa nemendur til jólaskraut á fjölbreyttan hátt. Nemendur geta þæft jólaskraut, saumað út eða saumað í saumavél. Nemendur geta komið með peysu að heiman og hannað sína eigin jólapeysu.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur geti unnið með einföld snið og uppskriftir.
  • Að nemendur geti þróað eigin hugmyndir í einfalt textílverk og unnið eftir ferli.
  • Að nemndur geti skreytt textílverk á einfaldan hátt.
  • Að nemendur taki þátt í endurnýtingu á hráefnum.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Eldhúsáhöld

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða áhöld í eldhúsið. Tálga einn eða fleiri hluti, smjörhníf, skeið eða spaða og smíða bretti, brauð, osta eða pítsu.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan nýjan við í bland við unnið timbur
  •   nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Dans-dans-dans

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Auður María Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 16 nemendur

Farið verður yfir mismunandi dansstíla og fá nemendur að spreyta sig á þeim. Nemendur læra einnig þekkta dansa, fá að búa til dans við lag að eigin vali og þjálfast í að dansa fyrir framan aðra. Áhersla er lögð á að nemendahópurinn kynnist vel og geti liðið vel með að koma fram fyrir hvort annað.

Hæfniviðmið/markmið

  • Nemendur fá tækifæri til að læra að þekkja eigin líkama og skynja möguleika hans til tjáningar og sköpunar. Markmiðið er að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda, ásamt því að þjálfa samvinnu.

Námsmat

Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

 



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Jóga og hugarfrelsi

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á jóga og hugarfrelsi. Í hverjum tíma eru gerðar einfaldar öndunaræfingar, jóga, slökun og hugleiðsla ásamt fræðslu og verkefnum til að efla einstaklinginn og sjálfsmynd hans

Undir einum af sex þáttum menntunar, sem Aðalnámsrá grunnskóla er reist á, er að finna þáttinn Heilbrigði og velferð. Þar er lögð áhersla á að grunnskólabörn hafi þörf fyrir næðisstund í skólanum og geti notið hvíldar. Að börn læri að slaka á og fái tíma til að hvílast.

Hæfniviðmið

  • Sýni öðrum kurteisi og virðingu
  • Efli vellíðan og aukið sjálfstraust
  • Kynnist jóga og hugarfrelsi
  • Geti tekið þátt í slökun

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Spilaval

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við æltum að spila alls konar spil. Lærum bæði ný spil og tökum í nokkur gömul.

Bæði verður unnið með borðspil og spilastokka.

Markmið

  • Að efla kænsku og njóta þess að vera saman.
  • Hafa gaman og kunna að takast bæði á við að sigra og að tapa.
  • Læra ný spil.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Dansaðu bara

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við munum æfum okkur í að teikna einfaldar og skemmtilegar myndir.

Markmið

  • Þroska sköpunargáfu.
  • Kynnast fjölbreyttri myndlist.
  • Geta sett fram á sjónrænan hátt eigin upplifun eða ímyndun.

Námsmat

Leiðsagnarmat og sjálfsmat ásamt virkni í tímum.

 


04 Bakkelsi

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að baka ýmsar gerðir af bakkelsi, til að mynda kryddbrauð, smákökur og múffur.okin.

Markmið:

  • Að nemendur…
  • Sýni samnemendum og kennara virðingu og góða framkomu
  • Fylgja fyrirmælum og fara eftir uppskriftum
  • Tileinki sér góð vinnubrögð og hreinlæti
  • Þjálfast í samvinnu sem og sjálfstæðum vinnubrögðum
  • Auki áhuga sinn fyrir mismunandi bakstri.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

 


05 Hringadróttinssaga

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Írena H. Guðnadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við ætlum að horfa á myndirnar og ræða hina margþættu listræna yfirburði í myndunum.

Markmið

Að nemendur…

  • Geti vegið og metið áhrif fyrirmynda, hvernig vinna megi með þau á uppbyggilegan hátt.
  • Geti gert grein fyrir mismunandi stílbrigðum í tónlist, fatnaði og hönnun meðal mismunandi kynstofna (hobbitar, menn, vitkar, álfar, dvergar, orkar) í Miðgarði.
  • Geti rætt um leikið efni í myndmiðlum út frá fleiri en einu sjónarhorni og sett það að einhverju leyti í samhengi við eigið líf og samfélag.
  • Geti skrifað texta fyrir veggspjald með stuðningi gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu til jafnaldra.
  • Geti beiti nokkrum hugtöku bókmennta- og kvikmyndafræði til að efla skilning svo sem sjónarhorni, sögusviði, persónu og boðskap.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.

 


06 Skartgripagerð

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur  búa til skartgripi á ólíkan hátt, með tálgun, endurnýtingu og laserskurði í Fablab.  Mikil áhersla lögð á hönnunarferli.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur hanni skartgripi innan ákveðinna marka
  •   nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur sjái hvernig við getum nýtt okkur gamla hluti og afgangs efni til að búa til skartgripi.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

 

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is