Ýmsar furðuverur

Um daginn var hrekkjavökudagur í Stekkjaskóla. Dagurinn var hinn skrautlegasti og margir voru í skemmtilegum búningum. Sumir voru alveg óþekkjanlegir. Í frístundinni voru síðan ýmsar hræðilegar veitingar sem Krystina í eldhúsinu sá um s.s. bakaðir puttar. Annars var dagurinn hinn skemmtilegasti og vonandi urðu engir nemendur hræddir þennan dag.