Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi 12. nóvember með nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.  Sjá hér 

Reglugerðin gildir frá 13. nóvember til og með 8. desember 2021.

Skólinn fer yfir á stig sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk mega fara á milli svæða en ekki að nauðsynjalausu – sýna skal smitgát.

Helstu áhersluþættir eru eftirfarandi:

a. Allir árgangar: Hámark 50 nemendur í hverju rými.

b. Nemendur eru undanþegnir grímuskyldu og eru ekki með neinar fjarlægðartakmarkanir. Starfsfólk inni í viðkomandi rými þarf ekki að bera grímu svo lengi sem það gætir að 1 m fjarlægðarreglu.

c. Starfsfólk almennt: Hámark 50 starfsmenn mega vera í hverju rými og grímuskylda svo lengi sem ekki er hægt að tryggja 1 m regluna sín á milli (Stekkjaskóli er vel innan þeirra marka).

Sjá einnig spurningar og svör um skólastarf og Covid: Stjórnarráðið | Spurt og svarað: skólastarf og COVID-19 (stjornarradid.is.

Það er ljóst að við í Stekkjaskóla getum haldið skólastarfi að mestu óbreyttu.
Sýnum smitgát, góðar persónulegar sóttvarnir og munum að við erum öll almannavarnir.