Uncategorized

Fréttabréf Stekkjaskóla

Stjórnendur Stekkjaskóla senda forráðamönnum fréttabréf reglulega. Þar er sagt frá ýmsu sem varðar innra starf skólans, sagt frá liðnum viðburðum, hvað er framundan o.fl. Umsjónarkennarar senda í hverri viku fréttabréf heim til síns árgangs og síðan eru fréttir og ýmsar upplýsingar á heimasíðu skólans. Hér má sjá fréttabréf til forráðamanna sem fór heim 15. desember …

Fréttabréf Stekkjaskóla Read More »

Starfsáætlun Stekkjaskóla skólárið 2023-24

Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber grunnskólum að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Í starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar …

Starfsáætlun Stekkjaskóla skólárið 2023-24 Read More »

Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla – átak

Er barnið þitt vel upplýst? Er það ekki örugglega að nota endurskinsmerki eða sýnileikavesti?  Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og því mikilvægt að öll börn séu vel upplýst með endurskinsmerkjum og/eða í sýnileikavestum.   Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla   Þessa dagana er Stekkjaskóli með endurskinsmerkjadaga fram að jólum. Þetta er sérstak átak um að vera vel …

Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla – átak Read More »

Rauður dagur í Stekkjaskóla

Föstudaginn 8. desember ætlum við að hafa rauðan dag hjá okkur í Stekkjaskóla í tilefni þess að nú styttist óðum í jólin. Nemendur eru því hvattir til að klæðast einhverju rauðu á morgun. Skóladagurinn verður að öðru leiti með hefðbundnu sniði.

Fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla

Foreldrafélag Stekkjaskóla heldur úti öflugu foreldrastarfi. Meðal verkefna sem stjórnin hefur framkvæmt í vetur er aðalfundur  þann 12. september þar sem ný stjórn var kjörin, fræðsluerindi  í haust um skjánotkun barna og nú nýverið að gefa nemendum 1. bekkjar endurskinsvesti . Glæsilegt fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla er gefið út reglulega og hér má sjá haustbréf félagsins. …

Fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla Read More »

Skertur skóladagur 21. nóvember frá kl. 13:00

Þriðjudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00.   Kennarar í Árborg verða með sameiginlega vinnu eftir hádegi þvert á skóla og hittast í öllum fjórum grunnskólum sveitarfélagsins eftir ákveðnu skipulagi.   Allir nemendur fara heim kl. 13:00 nema þeir sem eru í frístund.  Starfsmenn frístundar taka …

Skertur skóladagur 21. nóvember frá kl. 13:00 Read More »

Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Haldið var upp á daginn í Stekkjaskóla með söngstund og bókamessu.  Allir nemendur skólans komu á sal í morgun og sungu fjögur lög við undirspil Leifs kennara. Síðan var bókamessa hjá okkur þar sem allir 226 nemendur skólans fengu að velja …

Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla Read More »

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn

Góðir gestir heimsóttu Stekkjaskóla fimmtudaginn 9. nóvember.  Á ferðinni voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Þorsteini Hjartarsyni skrifstofustjóra og Viktori Berg Guðmundssyni sérfræðingi .  Með þeim var Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Stjórnendur gengu með gestunum um skólann og litið var inn í nokkrar kennslustundir …

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn Read More »