Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Haldið var upp á daginn í Stekkjaskóla með söngstund og bókamessu. 

Allir nemendur skólans komu á sal í morgun og sungu fjögur lög við undirspil Leifs kennara. Síðan var bókamessa hjá okkur þar sem allir 226 nemendur skólans fengu að velja sér bók að gjöf. Dagana á undan komu nemendur með bækur í skólann til að setja á bókamessuna og þökkum við þeim og foreldrum kærlega fyrir. Þetta var í annað sinn sem bókamessan er haldin í Stekkjaskóla og tókst alveg sérstaklega vel. Bækur eru  virkilegar eftirsóknarverðar af nemendum skólans og vonandi mun bókamessan verða fastur liður í Stekkjaskóla á Degi íslenskrar tungu um ókomna tíð.