Skertur skóladagur 21. nóvember frá kl. 13:00

Þriðjudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00.  

Kennarar í Árborg verða með sameiginlega vinnu eftir hádegi þvert á skóla og hittast í öllum fjórum grunnskólum sveitarfélagsins eftir ákveðnu skipulagi.  

Allir nemendur fara heim kl. 13:00 nema þeir sem eru í frístund.  Starfsmenn frístundar taka þá við frístundabörnunum og því mun þetta ekki hafa nein áhrif á þann hóp.  Aðrir nemendur í 1.-4. bekk fara heim um kl. 13:00 og hefur skertur skóladagur lítil áhrif á þá. Nemendur í 5.-6. bekk hætta í skólanum rúmri einni kennslustund fyrr en venjulega.  

 

Skólaakstur 

Nemendur í 3.-6. bekk sem búa í dreifbýlinu verða keyrðir heim kl. 13:15.