Fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla

Foreldrafélag Stekkjaskóla heldur úti öflugu foreldrastarfi. Meðal verkefna sem stjórnin hefur framkvæmt í vetur er aðalfundur  þann 12. september þar sem ný stjórn var kjörin, fræðsluerindi  í haust um skjánotkun barna og nú nýverið að gefa nemendum 1. bekkjar endurskinsvesti . Glæsilegt fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla er gefið út reglulega og hér má sjá haustbréf félagsins.

Fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla

Það er virkilega mikils virði fyrir skólann, foreldra, nemendur og allt skólasamfélagið að hafa svona gott og öflugt foreldrafélag.