Íþróttakennsla hafin í hátíðarsal / fjölnotasal Stekkjaskóla

Þann 19. september var hátíðarsalur skólans tekinn í notkun. Salurinn er fjölnotasalur og eru þar m.a. kenndar íþróttir og jóga. Nemendur í 1.-2 bekk fá alla sína íþróttakennslu i fjölnotasalnum en eldri nemendur fara einu sinni í viku í íþróttahús Vallaskóla.