Starfsáætlun Stekkjaskóla skólárið 2023-24

Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber grunnskólum að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs.

Í starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfsfólk skólans, stjórnkerfi, stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs.

Starfsáætlun Stekkjaskóla fyrir skólaárið 2023-2024 var staðfest á fundi skólaráðs Stekkjaskóla þann 30. nóvember síðastliðinn og  á fundi fræðslu- og frístundanefndar Árborgar þann  6. desember.  Starfsáætlunina er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum Skólinn, Reglur og stefnur. Sjá hér.