hilmarb

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur

Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi 12. nóvember með nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.  Sjá hér  Reglugerðin gildir frá 13. nóvember til og með 8. desember 2021. Skólinn fer yfir á stig sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk mega fara á milli svæða en ekki að nauðsynjalausu – sýna skal smitgát. Helstu áhersluþættir eru eftirfarandi: Markmiðið með reglugerðinni ,,er að hægja …

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur Read More »

Skemmtilegur bangsa- og náttfatadagur

Um daginn var bangsadagur og þá máttu nemendur jafnframt koma í náttfötum. Vallaskóli bauð nemendum Stekkjaskóla á náttfataball sem var virkilegt ánægjulegt og skemmtilegt. Við þökkum Vallaskóla kærlega fyrir gott boð. Hér má sjá nokkrar myndir.

Ýmsar furðuverur

Um daginn var hrekkjavökudagur í Stekkjaskóla. Dagurinn var hinn skrautlegasti og margir voru í skemmtilegum búningum. Sumir voru alveg óþekkjanlegir. Í frístundinni voru síðan ýmsar hræðilegar veitingar sem Krystina í eldhúsinu sá um s.s. bakaðir puttar. Annars var dagurinn hinn skemmtilegasti og vonandi urðu engir nemendur hræddir þennan dag.

Styttist í flutninga

Þær gleðilegu fréttir fengust í vikunni að nú styttist í það að skólahúsnæði Stekkjaskóla verði tilbúið. Í næstu viku verður gerð öryggisúttekt á skólahúsnæðinu og í framhaldi af henni mun Heilbrigðiseftirlitið taka húsnæðið út. Þegar allt verður eins og það á að vera verður sótt um starfsleyfi fyrir skólann.  Það styttist því í flutninga í …

Styttist í flutninga Read More »

Starfsdagur og foreldradagur, 1.-2. nóvember

Mánudaginn 1. nóvember er starfsdagur í Stekkjaskóla og þá eru starfsmenn að vinna að ýmsum verkefnum og umsjónarkennarar að undirbúa foreldraviðtöl. Einhver foreldraviðtöl eru jafnframt þennan dag eftir hádegi. Þriðjudaginn 2. nóvember er foreldradagur þar sem umsjónarkennarar hitta nemendur ásamt forráðamönnum. Viðtölin fara fram í Bifröst hjá 1. EIK og í Fjölheimum Tryggvagötu 23 (Gamla …

Starfsdagur og foreldradagur, 1.-2. nóvember Read More »

Verkefni í tónmennt

Nemendur í 2. og 3. bekk fengu það verkefni um daginn að teikna örugga staðinn sinn útfrá laginu Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Verkin hanga til sýnis inni í tónmenntarstofu. Lagið Myndin hennar Lísu er búið að vera óopinbert lag mánaðarins nú í október, svo allir nemendur ættu að kunna að syngja það eða allavega þekkja það. Hér er linkur á undirspil,  ef ykkur langar til þess að syngja lagið með börnunum. Myndin hennar Lísu  Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,  grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.  Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið  biðja þess eins að fá að lifa’ eins og við.  Er ekki jörðin fyrir alla?  Taktu þér blað, málaðu’ á það  mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.  Augu svo blá, hjörtu sem slá  hendur sem fegnar halda frelsinu á.  Þá verður jörðin fyrir alla.  Olga Guðrún Árnadóttir    Við eigum mikla snillinga í skólanum okkar!   Guðný Lára tónmenntakennari 

Bangsadagur og hrekkjavökudagur

Alþjóðlegi bangsadagurinn er miðvikudaginn 27.okt og þann dag mega nemendur Stekkjaskóla koma með einn bangsa sem passar í skólatöskuna og mæta í kósýgalla/náttfötum ef þeir vilja. Nemendum í 1.- 4. bekk er boðið á Bangsadiskó með Vallaskóla í íþróttahúsi Vallaskóla þennan dag.  Föstudaginn 29.okt ætlum við svo að taka forskot á Hrekkjavökuna (e.Halloween) og mæta í grímubúningum (engin vopn eða aukahlutir leyfð), með vasaljós, sparinesti og fernudrykk (nammi, snakk og gos flokkast ekki undir sparinesti). 

Heimsókn í Veiðisafnið á Stokkseyri

Fimmtudaginn 21. október heimsóttu nemendur í 2.-3.ES og starfsmenn Veiðisafnið á Stokkseyri. Páll eigandi safnsins tók á móti hópnum og sagði frá dýrunum. Þar voru m.a. uppstoppaður gíraffi sem hann skaut sjálfur, sebrahestar, nashyrningur, ísbjörn og mörg fleiri dýr. Að heimsókn fór hópurinn í heimsókn til Jóhönnu kennara sem býr á Stokkseyri.