Pizzubakstur, hópefli o.fl. hjá 1. EIK

Það var margt um að vera í námi og leik hjá nemendum 1. EIK í síðustu viku. Í vikubréfi umsjónarkennara, 22. október, stendur m.a. : 

Þessa vikuna lék veðrið við okkur og fórum við út í Gesthúsaskóg að leika í skóginum og fótbolta á vellinum. Nokkrir meira að segja lásu úti í skógi. Tveir hópar fóru í heimilssfræði og bökuðu sína eigin pizzu, sem voru víst betri en hjá mörgum mömmum og pöbbum (allavega að barnanna mati). Þessa vikuna lærðum við stafinn Úú og Mm og gerðum verkefni tengd þeim. Við spiluðum orða bingó með orðum sem byrja á Úú og Mm og varð heilmikil stemming í salnum og kom keppnisskap í ljós hjá mörgum. Á miðvikudaginn fórum við út í smá hópeflisleik sem gekk út á það að komast að því að þó við séum öll ólík þá eigum við samt margt sameiginlegt. Auk þess unnum við allskonar verkefni og í bókunum okkar. Í morgun var Lögreglukonan Kolbrún að kíkja á systur sína í vinnuna og gaf sér smá tíma í að heilsa krökkunum og taka mynd með þeim . 

Takk fyrir góða viku , Elísabet og Inda