Gleðilega páska
Starfsmenn Stekkjaskóla óska nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Páskafrí er dagana 14.-21. apríl. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Njótið samverustunda í páskfríinu.
Starfsmenn Stekkjaskóla óska nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Páskafrí er dagana 14.-21. apríl. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Njótið samverustunda í páskfríinu.
Stekkjaskóli fer stækkandi og nú vantar okkur öflugt fólk í frábæran starfsmannahóp skólans. Næsta haust byrjum við með unglingstig og því vantar okkur m.a. deildarstjóra eldri deildar sem er ný staða hjá okkur og tvo umsjónarkennara í 8. bekk. Einnig vantar okkur náttúrufræðikennara, stuðningsfulltrúa, aðstoðarmatráð og umsjónarkennara á yngsta- og miðstig. Spennandi tækifæri fyrir þá
Starfsfólk óskast í Stekkjaskóla Read More »
Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar fimmtudaginn 20. mars þegar Blær Guðmundsdóttir kom og veitti okkur viðurkenningu og bókaverðlaun fyrir að hafa unnið Svakalegu lestrarkeppnina á Suðurlandi sem haldin var síðasta haust. Nemendur Stekkjaskóla lásu alls 93.522 blaðsíður á einum mánuði og tryggði sér þar með titilinn að vera langbesti lestrarskóli Suðurlands 2024.
Nemendur Stekkjaskóla sigruðu Svakalegu upplestrarkeppnina Read More »
Fimmtudaginn 20. mars, stóð nemendaráð Stekkjaskóla fyrir skemmtun fyrir nemendur í 5.–7. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Skemmtunin fór fram í sal skólans sem var vel sótt eða um 80% nemenda. Þetta er fyrsta skemmtunin af þessu tagi sem haldin er í skólanum. Nemendur nutu sín við ýmsar skemmtilegar afþreyingar, m.a. dans, borðtennis, spil,
Skemmtun fyrir nemendur 5.-7. bekkjar tókst vel Read More »
Í dag miðvikudaginn 19. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir vemeð sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir mun vera með erindi og vinnustofur um vinnustaðamenningu og vellíðan starfsmanna. Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund. Stuðningsfulltrúar verða með
Skertur dagur í dag, miðvikudaginn 19. mars, í grunnskólum Árborgar Read More »
Á morgun, miðvikudaginn 5. mars, er öskudagurinn. Það má gera ráð fyrir því að það verði líf og fjör í skólanum eins og undanfarin ár. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Við minnum nemendur á að geyma leikfangavopnin sín heima. Sundkennsla fellur niður á morgun og
Öskudagur – skertur dagur Read More »
Kennarahópur Stekkjaskóla hefur tekið þá ákvörðun að taka ekki forföll ótímabundið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum kennara. Ákvörðun þessi er tekin til að sýna forystu KÍ og þeim kennurum sem standa vaktina í verkföllum stuðning í verki. Af þessum sökum er viðbúið að ekki verði hægt að manna allar kennslustundir og
Kennarar taka ekki forföll ótímabundið vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Read More »
Vikan 24.-28. febrúar er hinsegin vika í Árborg þar sem markmiðið er að vekja athygli á fjölbreytileikanum. Skólarnir munu taka þátt, hver á sinn hátt en markmið allrar fræðslu er að upplýsa og vinna gegn fordómum. Miðvikudaginn 26. febrúar verður litríkur dagur í sveitarfélaginu og fræðsluerindi opið öllum íbúum sveitarfélagsins í Fsu kl.19:30. Sjá hér
Hinsegin vika í Árborg Read More »
Kennarasamband Íslands hefur verið í kjaraviðræðum við sína viðsemjendur, ríki og sveitarfélög undanfarna mánuði. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í gær sem samninganefnd kennara samþykkti. Samninganefndir ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga höfðu frest til klukkan tíu í gærkvöldi til að taka afstöðu til tillögunnar. Fresturinn var framlengdur aftur fram að hádegi í dag. Kennarar ganga út
Kennarar ganga út – kennsla fellur niður Read More »
Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar samkvæmt skóladagatali. Skólastarf hefst á ný miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.Með óskum um ánægjulegt vetrarfrí,starfsfólk Stekkjaskóla
Vetrarfrí 17. – 18. febrúar Read More »