Vordagar og skólaslit

Ný styttist heldur betur í skólalok. Vordagar eru í næstu viku og skólaslit næstkomandi fimmtudag.  

Dagskrá:

 • 3. júní, mánudagur. Vordagur 
 • 4. júní, þriðjudagur. Vordagur 
 • 5. júní, miðvikudagur. Vordagur og vorhátíð.  
  • Kl. 8:10-10:00 Nemendur í heimastofum.  Undirbúningur fyrir ratleik og andlitsmálun
  • Kl. 10:00 – 11:00 Ratleikur nemenda með starfsfólki
  • Kl. 11:00 – 11:30 Skemmtun/gleði í boði foreldrafélagsins, lögreglan, slökkviliðið og sjúkrabíll. Foreldrafélagið sér um kakó og sykurpúða
  • Kl. 11:30-12:00  Grill
 • 6. júní, fimmtudagur. Skólaslit. 
  •  1.-3. bekkur kl. 9:00 
  • 4.-6. bekkur kl. 10:00 

Vordagar skólans eru uppbrotsdagar og þeim lýkur um kl. 13:10. Vordagar eru skipulagðir af umsjónarkennurum og koma nánari upplýsingar um þá í vikubréfum árganganna.

Vorhátíðardaginn, miðvikudaginn 5. júní.

Öllum foreldrum boðið að koma í heimsókn frá kl. 11:00. Grill byrjar um 11:30. Foreldrafélagið kemur með góða gesti, lögregluna, slökkviliðið og sjúkrabíl. Jafnframt ætla þau að bjóða upp á kakó og sykurpúða.
Það verður í boði að hlaupa undir vatnsbunur hjá slökkviliðinu svo það er gott að hafa auka föt með í tösku og poka fyrir blaut föt. Þegar grillinu lýkur mega nemendur fara heim en við biðjum alla foreldra um að láta umsjónarkennara vita þegar barnið fer. Þeir nemendur, í 1. – 3. bekk, sem eru á frístund geta verið í gæslu frá 12-13, en nauðsynlegt er að láta okkur vita, þ.e. hvort barnið fari með foreldrum eða verði eftir í gæslu.

Sjá einnig vorbréf frá skólastjórnendum sem fór heim í síðustu viku.