Hæfileikaríkir tónlistarnemendur í Stekkjaskóla – myndir frá tónleikum

Það voru virkilega flottir nemendur sem stigu á stokk í fjölnotasal Stekkjaskóla fimmtudaginn, 2. maí og sungu og spiluðu fyrir foreldra sína og aðra gesti.

Tónleikarnir byrjuðu með kór Stekkjaskóla sem söng skemmtileg og fjörug lög undir stjórn Stefáns og Alexanders frá Tónsmiðju Suðurlands.  Að því loknu spilaði fjöldinn allur af nemendum á hin ýmsu hljóðfæri með leiðsögn kennara sinna frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og það var gaman að sjá hvað margir nemendur eru í tónlistarnámi og hvað þeir eru hæfileikaríkir að syngja í kór og spila á hljóðfæri.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá tónleikunum fljótlega.