hilmarb

Stekkur til framtíðar – skýrsla

Stekkjaskóli fékk styrk úr Sprotasjóði á vormánuðum 2021 til að vinna að þróunarverkefninu Stekkur til framtíðar – Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla.  Hér má sjá skýrslu sem verkefnastjórn skilaði til Sprotasjóðs í júní.

Skólasetning Stekkjaskóla 23. ágúst

Skólasetning Stekkjaskóla fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2023 kl. 9:00 í sal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Nemendur í 2.-6. bekk, f. 2016 – 2012 mæta kl. 9:00 Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2017) verða boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst kl. 8:10. …

Skólasetning Stekkjaskóla 23. ágúst Read More »

Fréttabréf foreldrafélagsins

Stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla hefur staðið fyrir góðu starfi á nýliðnu skólaári.  Foreldrafélagið hélt m.a. fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar úti í náttúrunni, aðstoðaði við vorhátíð skólans og hélt utan um tengslastarfið sem er gífurlega mikilvægt. Hér má sjá nýtt fréttabréf foreldrafélagsins og upplýsingabæklinginn fyrir tenglastarfið. Við þökkum foreldrafélaginu fyrir frábært starf á nýliðnu skólaári og óskum …

Fréttabréf foreldrafélagsins Read More »

Vorhátíð þriðjudaginn 6. júní

Þriðjudaginn 6. júní verður vorhátíð Stekkjaskóla. Skóladagurinn byrjar að venju kl. 8:10 í heimastofum nemenda. Kl. 8:40 – 11:10 –   Nemendur fara á milli stöðva, í leiki og fleira fjör. Kl. 11:10 -12:00 –  Foreldrafélagið býður upp á dagskrá. Slökkvilið, sjúkraflutningar og lögreglan heimsækja okkur.  Nemendur fá að sprauta og hlaupa í gegnum vatnsvegg og …

Vorhátíð þriðjudaginn 6. júní Read More »

Opið hús í Stekkjaskóla 1. júní

Opið hús verður í Stekkjaskóla fimmtudaginn 1. júní kl. 14:00-16:00. Íbúar Árborgar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og skoða þennan nýjasta grunnskóla landsins sem er hannaður sem teymiskennsluskóli.  

Dýrin í Hálsaskógi í flutningi nemenda í 5. AI

Fimmtudaginn 27. apríl var árshátíð 5. bekkjar. Nemendur sýndu leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Nemendur sáu um handritsgerð, leikmuni og búningahönnun og æfðu leikritið og sönginn mjög vel undir stjórn kennaranna sinna, stuðningsfulltrúa, tónmenntakennara o.fl. Jafnframt voru margir nemendur duglegir að æfa sig heima. Leiksýningin gekk alveg glimrandi vel og voru foreldrar og aðrir gestir virkilega …

Dýrin í Hálsaskógi í flutningi nemenda í 5. AI Read More »

Árshátíð 2. bekkjar

Miðvikudaginn 26. apríl var árshátíð 2. EK. Þetta var jafnframt fyrsta árshátíðin þetta skólaár og fyrsta árshátíðin í nýju skólabyggingunni okkar. Nemendur byrjuðu á því að syngja öll saman eitt lag og í framhaldinu sýndu þeir nokkra leikþætti á skjá sem þeir höfðu æft síðustu daga og vikur. Nemendur sömdu leikþættina upp úr þekktum ævintýrum …

Árshátíð 2. bekkjar Read More »

Horfið á fyrirlesturinn ,,Samvinna barnanna vegna“ hér á heimasíðunni

Þriðjudaginn 25. apríl var haldinn fundur í Árborg á vegum Heimili og skóla, landssamtaka foreldra. Fundurinn var ætlaður forsjáraðilum barna í grunnskólum, leikskólum, framhaldsskóla, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum sem tilheyra Árborg. Fundurinn fjallaði um endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs, mikilvægi foreldrastarfs og virk samskipti heimila og skóla. Í haust mun Heimili og skóli leiða innleiðingu farsældarssáttmála. …

Horfið á fyrirlesturinn ,,Samvinna barnanna vegna“ hér á heimasíðunni Read More »