Vorhátíð þriðjudaginn 6. júní

Þriðjudaginn 6. júní verður vorhátíð Stekkjaskóla. Skóladagurinn byrjar að venju kl. 8:10 í heimastofum nemenda.

  • Kl. 8:40 – 11:10 –   Nemendur fara á milli stöðva, í leiki og fleira fjör.
  • Kl. 11:10 -12:00 –  Foreldrafélagið býður upp á dagskrá. Slökkvilið, sjúkraflutningar og lögreglan heimsækja okkur.  Nemendur fá að sprauta og hlaupa í gegnum vatnsvegg og skoða slökkvi-, löggu- og sjúkrabíla. Nemendur þurfa að koma í fötum sem mega blotna. Eðlilega er fyrirvari á því að það séu ekki útköll í gangi hjá viðbragðsaðilum. 
  • Kl. 12:00-12:45  – Grillað á skólalóðinni með aðstoð foreldrafélagsins.

Skóladagurinn endar kl.13:00.  Ef foreldrar taka barnið sitt með heim eftir grillið þarf að láta kennara vita.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma á vorhátíðina og taka þátt í leikjum og samveru að morgni og/eða í grilli og útiveru.