Horfið á fyrirlesturinn ,,Samvinna barnanna vegna“ hér á heimasíðunni

Þriðjudaginn 25. apríl var haldinn fundur í Árborg á vegum Heimili og skóla, landssamtaka foreldra.

Fundurinn var ætlaður forsjáraðilum barna í grunnskólum, leikskólum, framhaldsskóla, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum sem tilheyra Árborg.

Fundurinn fjallaði um endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs, mikilvægi foreldrastarfs og virk samskipti heimila og skóla.

Í haust mun Heimili og skóli leiða innleiðingu farsældarssáttmála.

Fundurinn var á íslensku og textaður á ensku. Hvetjum foreldra að horfa á fyrirlesturinn en hægt er að horfa á hann hér fyrir neðan.