hilmarb

Viðurkenning fyrir nafnið ,,Stekkjaskóli“

Fyrir nokkru síðan var haldin nafnasamkeppni um nafn á nýja skólann okkar. Alls bárust 33 tillögur að nafni og voru tveir sem áttu vinningstillöguna sem varð fyrir valinu en grunnskólinn hlaut nafnið Stekkjaskóli. Það var Ingveldur Guðjónsdóttir sem dregin var út sem verðlaunahafi, en hún tengdi nafnið við byggðina í kring en þar enda allar …

Viðurkenning fyrir nafnið ,,Stekkjaskóli“ Read More »

Vorskóla 1. bekkja aflýst – kynningar fyrir forráðamenn

Fyrirhugað var að halda vorskóla fyrir nemendur verðandi 1.bekkjar Stekkjaskóla í byrjun maí. Vegna aðstæðna í samfélaginu og C-19 smita í nærumhverfinu var ákveðið að fresta honum eins og kom fram í bréfi til forráðamanna 23. apríl síðastliðinn. Ekki var hægt að blanda saman börnum og starfsfólki frá fjórum leikskólum bæjarins ásamt starfsfólki grunnskólanna.  Í …

Vorskóla 1. bekkja aflýst – kynningar fyrir forráðamenn Read More »

Kynningar á Stekkjaskóla í fræðslunefnd

Miðvikudaginn 21. apríl kynntu Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, undirbúningsvinnu Stekkjaskóla á fundi fræðslunefndar. Atli fór vel yfir stöðu framkvæmda við kennslustofurnar sem verða teknar í notkun um mánaðarmótin júli/ágúst. Einnig sagði hann frá lóð skólans sem verður með ýmsum leiktækjum og gervigrasvelli. Síðast en ekki síst fór …

Kynningar á Stekkjaskóla í fræðslunefnd Read More »

Stekkjaskóli fær styrk úr Sprotasjóði

Verkefni skólans heitir; Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla.  Eins og nafnið gefur til kynna verður unnið með hugmyndafræði lærdómssamfélagsins   (e. professional  learning community) frá stofnun Stekkjaskóla haustið 2021 með því að byggja upp traust og samstarfshugsun frá upphafi. Mótuð verður framtíðarsýn skólans með starfsfólki, nemendum, foreldrum, nærsamfélaginu og skólaþjónustu Árborgar og stuðlað þannig að lýðræði og …

Stekkjaskóli fær styrk úr Sprotasjóði Read More »

Mikill áhugi á Stekkjaskóla

Nýlega voru auglýstar stöður við Stekkjaskóla en umsóknarfrestur rann út 14. mars sl. Skólastjórnendur eru nú að fara yfir umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur. Alls bárust 176 umsóknir í 24 stöður (21 stöðugildi) við Stekkjaskóla Nokkrir sóttu um fleiri en eina stöðu og voru umsækjendur alls 138. Ánægjulegt er að stór hópur umsækjenda er …

Mikill áhugi á Stekkjaskóla Read More »

Byggjum upp sterka liðsheild

Vilt þú taka þátt í því að byggja upp sterka liðsheild í nýjum grunnskóla á Selfossi? Hægt er að sækja um ýmsar fjölbreyttar og áhugaverðar stöður fyrir skólaárið 2021-2022 á ráðningarvef sveitarfélagsins. Sjá hér.

Stekkjaskóli tekur vel á móti sínum fyrstu nemendum í haust

Undirbúningur á skólastarfi í hinum nýja grunnskóla á Selfossi, Stekkjarskóla gengur vel. Skólinn mun opna dyr sínar haustið 2021. Nemendafjöldi er áætlaður í kringum 150, en erfitt er að segja til um endanlegan fjölda í sístækkandi sveitarfélagi. Dagskráin hafði samband við þau Hilmar Björgvinsson, skólastjóra og Ástrós Rún Sigurðardóttur, aðstoðarskólastjóra, en þau eru nú í …

Stekkjaskóli tekur vel á móti sínum fyrstu nemendum í haust Read More »

Upplýsingabréf frá stjórnendum Stekkjaskóla

Bréf til foreldra/forráðamanna sem eiga börn í skólahverfi Stekkjaskóla og fara í 1.- 4. bekk næsta skólaár. Stekkjaskoli-Hilmar-og-AstrosMeð bréfinu upplýsa stjórnendur skólans, Hilmar Björgvinsson skólastjóri og Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, forráðamenn um nokkra þætti er varða undirbúning skólastarfsins. Sjá foreldrabréf hér.