Viðurkenning fyrir nafnið ,,Stekkjaskóli“

Fyrir nokkru síðan var haldin nafnasamkeppni um nafn á nýja skólann okkar.

Alls bárust 33 tillögur að nafni og voru tveir sem áttu vinningstillöguna sem varð fyrir valinu en grunnskólinn hlaut nafnið Stekkjaskóli. Það var Ingveldur Guðjónsdóttir sem dregin var út sem verðlaunahafi, en hún tengdi nafnið við byggðina í kring en þar enda allar götur á -stekkur.

Í verðlaun var út að borða á Krisp og fallegur blómvöndur.

Það voru Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, fulltrúi fræðslunefndar og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla sem veittu verðlaunin í blíðskaparveðri í síðustu viku, auk Ástrósar Rúnar, aðstoðarskólastjóra Stekkjaskóla og Önnu Ingadóttur deildarstjóra skólaþjónustu.

Til hamingju Ingveldur!