Mikill áhugi á Stekkjaskóla

Nýlega voru auglýstar stöður við Stekkjaskóla en umsóknarfrestur rann út 14. mars sl. Skólastjórnendur eru nú að fara yfir umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur.

Alls bárust 176 umsóknir í 24 stöður (21 stöðugildi) við Stekkjaskóla
Nokkrir sóttu um fleiri en eina stöðu og voru umsækjendur alls 138. Ánægjulegt er að stór hópur umsækjenda er með leyfisbréf kennara. Um 140 nemendur hefja nám í 1.-4. bekk næsta haust í færanlegum kennslustofueiningum.

Haustið 2022 verður svo fyrsti áfangi nýrrar skólabyggingar tekinn í notkun (sjá myndir). Fljótlega verður kynning á húsnæðinu sem tekið verður í notkun næsta haust sem og skólalóðinni sem nú er í hönnunarferli.

Í Stekkjaskóla verður lögð áhersla á teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, útinám, skapandi námsgreinar og jákvæðan skólabrag. Jafnframt er gert ráð fyrir að allt skólasamfélag Stekkjaskóla taki þátt í stefnumótunarvinnunni, það er foreldrar, nemendur og starfsfólk.

Skóladagatöl grunnskólanna í Árborg 2021-2022 voru samþykkt á 31. fundi fræðslunefndar 10. mars sl. og fyrsta skóladagatal Stekkjaskóla er hægt að nálgast hér.

Sjá nánar heimasíðu Árborgar.