Kynningar á Stekkjaskóla í fræðslunefnd

Miðvikudaginn 21. apríl kynntu Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, undirbúningsvinnu Stekkjaskóla á fundi fræðslunefndar.

Atli fór vel yfir stöðu framkvæmda við kennslustofurnar sem verða teknar í notkun um mánaðarmótin júli/ágúst. Einnig sagði hann frá lóð skólans sem verður með ýmsum leiktækjum og gervigrasvelli. Síðast en ekki síst fór hann yfir aðgengi að skólanum sem verður mjög til fyrirmyndar.

Hilmar kynnti stöðu undirbúnings vegna skólahaldsins sem er í góðum farvegi. Búið er að ráða alla starfsmenn og nú er vinna við húsgagna- og búnaðarkaup í fullum gangi. Nú þegar eru um 120 nemendur skráðir í skólann og gera má ráð fyrir einhverri fjölgun fram að skólasetningu.

Sjá kynningar hér fyrir neðan.

Færanlegar kennslustofur - kynning 21.4.2021
Kynning í fræðslunefnd 21. apríl 2021