Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Sumarkveðja – Skrifstofan opnar 4. ágúst

1 ágúst, 2022

Vonandi hafa nemendur, forráðamenn og starfsmenn haft það gott í sumarfríinu. Skrifstofa skólans opnar fimmtudaginn 4. ágúst en hún er opin á virkum dögum kl. 8:00-15:00. Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst. Nánar […]

Vorhátíð og skólaslit 2022

1 júní, 2022

Nú fer fyrsta starfsári Stekkjaskóla að ljúka, en árið hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt fyrir okkur öll. Við eigum ljúfar minningar um gott skólaár, þrátt fyrir húsnæðiserfiðleika í byrjun skólaárs og heimsfaraldur sem hafði sem betur fer ekki mikil áhrif […]

Fréttir frá Stekkjaskóla

15 maí, 2022

Stjórnendur skólans senda rafrænt fréttabréf til forráðamanna að jafnaði einu sinni í mánuði. Hér má sjá fréttabréfið sem var sent út 13. maí: Fréttabréf 7. tbl. 

Kaffihúsafundur um innra mat Stekkjaskóla

11 maí, 2022

Matsteymi Stekkjaskóla stendur fyrir kaffihúsafundi um innra mat skólans miðvikudaginn 18. maí kl. 13:30-15:30. Þátttakendur verða starfsmenn og forráðamenn. Rýnt verður í niðurstöður úr starfsmannakönnun Maskínu og foreldrakönnun Skólapúlsins. Þátttakendum verður skipt upp í sex hópa með u.þ.b. 5-6 þátttakendum […]

Skóladagatal 2022-2023

11 maí, 2022

Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2022-2023. Einnig er flýtihnappur hér fyrir ofan á skóladagatal ársins og fyrir neðan það er skóladagatal næsta skólaárs.

Opinn fundur í skólaráði

9 maí, 2022

Mánudaginn 16. maí  kl. 16:15 verður haldinn fundur í skólaráði Stekkjaskóla.  Fundurinn er opinn fyrir forráðamenn sem og aðra aðila skólasamfélagsins og eru allir hjartanlega velkomnir. Fundurinn verður í  4. bekkjarstofu sem er staðsett í suðurhluta skólans. Dagskrá: Kynning á fulltrúa […]

Myndataka á morgun í Stekkjaskóla þann 10. maí

9 maí, 2022

Á morgun, þriðjudaginn 10. maí, verður myndataka í Stekkjaskóla. Teknar verða árgangamyndir af 1. og 4. bekk og einstaklingsmyndir af þeim sem vilja. Einnig ætlum við að fá hópmynd af öllum nemendum skólans ásamt starfsmönnum, til minningar um fyrsta starfsárið […]

Matseðill maí mánaðar

4 maí, 2022

Hér má sjá matseðill vegna maí mánaðar.  

Þemadagar í Stekkjaskóla 26. – 28. apríl

24 apríl, 2022

Gleðilegt sumar Í næstu viku verða þemadagar hjá okkur í Stekkjaskóla. Foreldrum er boðið að koma og ganga á milli stöðva fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 8:45 – 11:00. Þemað okkar tengist þeim áherslum sem við höfum verið að vinna […]

Gleðilega páska

8 apríl, 2022

Starfsmenn Stekkjaskóla óska nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. apríl.   Páskakveðjur  

Fréttabréf til forráðamanna

8 apríl, 2022

Skólastjórnendur Stekkjaskóla senda að jafnaði eitt fréttabréf í mánuði til forráðamanna. Auk þessara fréttabréfa senda umsjónarkennarar vikubréf heim í nær hverri viku eins og nafnið gefur til kynna. Hér má sjá sjötta vikubréf Stekkjaskóla.

Stekkjaskóli – laus störf skólaárið 2022-2023

24 mars, 2022

Vilt þú taka þátt í því að byggja upp sterka liðsheild í nýjum grunnskóla á Selfossi? Okkur vantar öfluga og metnaðarfulla starfsmenn sem búa yfir þekkingu, reynslu og áhuga á skólastarfi: Verkefnastjóri og kennari í upplýsingatækni Umsjónarkennarar Matreiðslumaður Húsvörður Stuðningsfulltrúar […]