Haustfundir / fræðsla og kynningar fyrir forráðamenn

Í næstu viku hefjast haustfundir fyrir forráðmenn. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn  6. september fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk.

Þess má geta að Skólaþjónusta Árborgar mun taka þátt í fundum í þremur árgöngum í skólum sveitarfélagsins, 1. árgang, 4. árgang og 8. árgang. Ákveðin samræmd fræðsla verður í hverjum árgangi.

Dagsetningar fundanna verða eftirfarandi:

  • 1. bekkur  – Þriðjudaginn 6. september kl. 17:00 – 18:30. Fræðsluerindi frá Stekkjaskóla og Skólaþjónustu Árborgar
  • 2.-4. bekkur – Í vikunni 20.-23. september að morgni. Skipulag þessara funda/kynninga verður auglýst síðar.
  • 5. bekkur – Mánudagur 19. september, kl. 17:00-18:30. Fræðsluerindi frá Stekkjaskóla og Skólaþjónustu Árborgar.