Nýr umsjónarkennari i 3.-4. bekk

Gunnar Hliðdal Gunnarsson grunnskólakennari hefur verið ráðinn sem þriðji umsjónarkennarinn í 3.-4. bekk. Hann hefur langan og góðan feril sem umsjónarkennari, síðustu árin í Grunnskóla Hveragerðis. Við bjóðum Gunnar hjartanlega velkominn í starfsmannahóp Stekkjaskóla.

Eins og áður hefur komið fram fjölgaði nemendum mikið rétt fyrir skólabyrjun og mest í 3.-4. bekk.  Þess vegna var ákveðið að fjölga kennurum í þessum árgöngum.

Í dag er fjöldi nemenda í skólanum 171 og skiptist svona:

  1. árgangur – 43 nemendur
  2. árgangur –  37 nemendur
  3. árgangur –  28 nemendur
  4. árgangur  – 24 nemendur
  5. árgangur – 39 nemendur