Stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla og fulltrúar í ráðum og teymum

Aðalfundur Foreldrafélags Stekkjaskóla var haldinn þann 21. september. Þar var ný stjórn kosin og skipti hún með sér verkum á sínum fyrsta stjórnarfundi sem haldinn var 5. október.

Stjórnin er skipuð eftirfarandi fulltrúum:

Pétur Aðalsteinsson formaður
Kristjana Sigríður Skúladóttir varaformaður
Sólveig Ingadóttir gjaldkeri
Eva María Pétursdóttir ritari
Róbert Sverrisson meðstjórnandi

Fulltrúar í skólaráði verða Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Smári Hallgrímsson, í matsteymi skólans Kristjana Sigríður Skúladóttir og í Forvarnarteymi Árborgar verður Róbert Sverrisson.

Stjórn foreldrafélagsins hefur fengið Sjóva til að styrkja félagið um sýnileikavesti fyrir alla nemendur 1. og 2. bekkjar sem verða nafnamerkt og afhent nemendum við fyrsta tækifæri.

Foreldrafélagið stefnir að fræðsluviðburði fyrir foreldra seinnipart nóvembermánaðar sem verður auglýstur síðar.