Öll húsin komin á sinn stað

Í byrjun vikunnar komu síðustu tvö húsin á skólalóð Stekkjaskóla. Sama dag voru þau hífð á sinn stað og er nú komin mynd á það hvernig Stekkjaskóli mun líta út. Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist í færanlegu kennslustofunum mánudaginn 20. september og er það mikið tilhlökkunarefni. Þá á skólahúsnæðið og skólalóðin að vera fulltilbúin.