Starfsmenn mættir til starfa

Mánudaginn 16. ágúst mættu allir starfsmenn Stekkjaskóla til starfa í fyrsta sinn. Hilmar Björgvinsson skólastjóri bauð kraftmikinn starfsmannahóp hjartanlega velkominn. Hann nefndi að þetta væri söguleg stund nú þegar þriðji grunnskólinn á Selfossi tæki til starfa og sá fjórði í Árborg, sístækkandi sveitarfélagi. Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri ásamt Hilmari kynntu dagskrá starfsdaganna sem eru sex og vinnuna framundan.  Þessa daga undirbúa starfsmenn skólans starf vetrarins og fyrstu skóladagana á meðan skólinn starfar á Bifröst. Næstkomandi föstudag fara allir starfsmenn skólans á Úlfljótsvatn þar sem verkefnið Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla verður kynnt og fyrstu skref tekin. Ingvar Sigurgeirsson prófessor og verkefnisstjóri yfir verkefninu ásamt skólastjórnendum munu stýra vinnunni.  Lögð verður áhersla á eftirfarandi þætti:

  1. Teymisvinna og teymiskennsla (Lýðræði – samvinna – samábyrgð) 
  2. Áherslur og gildi skólans 

Mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst verður nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Skólasetning verður fyrir 2.-4. bekk þriðjudaginn 24. ágúst. Sjá auglýsingu í annari frétt.