Byggingaframkvæmdir á fullu

Á skólalóð Stekkjaskóla eru miklar byggingaframkvæmdir. Á sama tíma og verið er að byggja færanlegar kennslustofur sem verða teknar í notkun þann 20. september næstkomandi eru framkvæmdir við 1. áfanga framtíðarhúsnæðis Stekkjaskóla einnig í gangi. Það húsnæði verður tekið í gagnið haustið 2022. Meðfylgjandi myndir voru teknar af framkvæmdum í gær, mánudaginn 9. ágúst. Þess má geta að síðustu tvær færanlegu kennslustofurnar koma í þessari viku. Þá verða komin samtals 10 hús með breiðum tengigangi á milli húsanna.