Glöð börn á skólakynningu

Það voru glöð og spennt börn sem mættu á skólakynningu með foreldrum sínum miðvikudaginn 2. júní. Börnin eru að byrja í 1. bekk í Stekkjaskóla í haust og þar með að hefja sína 10 ára grunnskólagöngu.

Að kynningunni stóðu Hilmar Björgvinsson skólastjóri, Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Hildur Bjargmundsdóttir deildarstjóri stoðþjónustu, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson frístunda- og forvarnarfulltrúi sveitarfélagsins, Hildur Þorkelsdóttir list- og verkgreinakennari, Hörður Gunnar Bjarnason íþróttakennari, Inga Dröfn Jónsdóttir þroskaþjálfi, Kristín Ragna Bergmann umsjónarkennari í 1. bekk og Margrét Sverrisdóttir umsjónarkennari í 4. bekk.

Kynningin hófst í austurrými Vallaskóla með börnunum og foreldrum þar sem skólastjórnendur töluðu til barnanna og sýndu þeim myndir. Í framhaldinu fóru börnin með kennurum í íþróttahúsið og í kennslustofur í ýmsa leiki og verkefni á meðan skólastjórnendur töluðu við foreldra þeirra.  Hér má sjá kynninguna.