Kynningum á Stekkjaskóla lokið þetta vorið

Nú hafa skólastjórnendur Stekkjaskóla lokið við fjórar skólakynningar á starfi skólans fyrir forráðamenn nemenda. Ein kynning fyrir hvern árgang. Kynningin fyrir 1. bekk var haldin í Vallskóla en í Grænumörk fyrir forráðamenn 2.-4. bekkja. Mjög góð mæting var á flestar kynningarnar og gott hljóð í fólki. Meðal þess sem skólastjórnendur lögðu áherslu á var að eiga gott samstarf við forráðamenn í því uppbyggingarstarfi sem er framundan.  Hér má sjá kynninguna fyrir 2.-4. bekk.