Glöð börn á skólakynningu

Það voru glöð og spennt börn sem mættu á skólakynningu með foreldrum sínum miðvikudaginn 2. júní. Börnin eru að byrja í 1. bekk í Stekkjaskóla í haust og þar með að hefja sína 10 ára grunnskólagöngu. Að kynningunni stóðu Hilmar Björgvinsson skólastjóri, Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Hildur Bjargmundsdóttir deildarstjóri stoðþjónustu, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson frístunda- og …

Glöð börn á skólakynningu Read More »

Byggingaframkvæmdir

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar af byggingaframkvæmdum þann 8. júní. Annars vegar þar sem verið er að ganga frá undirstöðum fyrir færanlegar kennslustofur og hins vegar framkvæmdir við 1. áfanga skólans sem verður tilbúinn 31. júní 2022. Hér verða birtar reglulega myndir af framkvæmdum.  

Skólakynningar

Miðvikudaginn 2. júní og mánudaginn 7. júní verða skólakynningar fyrir forráðamenn barna sem fara í  Stekkjaskóla næsta haust. Þar munu skólastjórnendur kynna skólastarfið á komandi vetri, húsnæði og skólalóð. Kynningin fyrir forráðamenn nemenda 1. bekkja verður jafnframt fyrir nemendur í þessum eina árgangi.  Kynningin fyrir 1. bekk verður í austurrými Vallaskóla, gengið inn frá Engjavegi og …

Skólakynningar Read More »

ÞG-verk byggir fyrsta áfanga Stekkjaskóla

Fyrr í mánuðinum var skrifað undir verksamning við ÞG-verk um byggingu á Stekkjaskóla í Björkurstykki. Verkið felst í byggingu fyrsta áfanga nýs skóla í Björkurstykki á Selfossi. Byggingin er í nýju hverfi sem er í uppbyggingu sunnan við núverandi byggð á Selfossi. Byggingin er steypt, tvær hæðir auk kjallara/lagnagangs og er fyrsti áfangi 2500m2 að …

ÞG-verk byggir fyrsta áfanga Stekkjaskóla Read More »

Öflugur starfsmannahópur

Nú er búið að ráða allt starfsfólk Stekkjaskóla fyrir næsta skólaár. Mjög margir öflugir umsækjendur sóttu um og það var ánægjulegt hvað margir vildu taka þátt í að byggja upp skólastarf í nýjum grunnskóla.  Við viljum nota tækifærið að þakka öllum umsækjendum fyrir umsóknirnar og sýndan áhuga á Stekkjaskóla.   Fyrsta skólaár Stekkjaskóla, 2021-2022, verða eftirfarandi starfsmenn við skólann:  …

Öflugur starfsmannahópur Read More »

Foreldrahandbók frístundar

Sunna Ottósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður frístundar Stekkjaskóla. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til samstarfs og hlökkum til að vinna með henni.  Frístundin verður starfrækt næsta skólaár í Stekkjaskóla fyrir yngri nemendur en í Vallaskóla fyrir þau eldri. Um daginn fengu forráðamenn senda foreldrahandbók frístundar. Sjá hér.

Viðurkenning fyrir nafnið ,,Stekkjaskóli“

Fyrir nokkru síðan var haldin nafnasamkeppni um nafn á nýja skólann okkar. Alls bárust 33 tillögur að nafni og voru tveir sem áttu vinningstillöguna sem varð fyrir valinu en grunnskólinn hlaut nafnið Stekkjaskóli. Það var Ingveldur Guðjónsdóttir sem dregin var út sem verðlaunahafi, en hún tengdi nafnið við byggðina í kring en þar enda allar …

Viðurkenning fyrir nafnið ,,Stekkjaskóli“ Read More »

Vorskóla 1. bekkja aflýst – kynningar fyrir forráðamenn

Fyrirhugað var að halda vorskóla fyrir nemendur verðandi 1.bekkjar Stekkjaskóla í byrjun maí. Vegna aðstæðna í samfélaginu og C-19 smita í nærumhverfinu var ákveðið að fresta honum eins og kom fram í bréfi til forráðamanna 23. apríl síðastliðinn. Ekki var hægt að blanda saman börnum og starfsfólki frá fjórum leikskólum bæjarins ásamt starfsfólki grunnskólanna.  Í …

Vorskóla 1. bekkja aflýst – kynningar fyrir forráðamenn Read More »

Kynningar á Stekkjaskóla í fræðslunefnd

Miðvikudaginn 21. apríl kynntu Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, undirbúningsvinnu Stekkjaskóla á fundi fræðslunefndar. Atli fór vel yfir stöðu framkvæmda við kennslustofurnar sem verða teknar í notkun um mánaðarmótin júli/ágúst. Einnig sagði hann frá lóð skólans sem verður með ýmsum leiktækjum og gervigrasvelli. Síðast en ekki síst fór …

Kynningar á Stekkjaskóla í fræðslunefnd Read More »