Uncategorized

Óvíst með vettvangsferðir til Reykjavíkur í fyrramálið

Kæru forráðamenn, nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla Eins og staðan er núna er óvíst hvort hægt verði að fara í vettvangsferðir til Reykjavíkur í fyrramálið eins og til stóð, vegna veðurs og færðar. Forsvarsmaður hjá rútufyrirtækinu, Guðmundur Tyrfingsson ehf., hefur verið í sambandi við undirritaðan og höfum við ákveðið að taka stöðuna kl. 7:00 í fyrramálið. …

Óvíst með vettvangsferðir til Reykjavíkur í fyrramálið Read More »

Fréttabréf Stekkjaskóla

Þriðja fréttabréf Stekkjaskóla skólaárið 2022-2023 var sent á forráðamenn þann 1. desember. Í þessu fréttabréfi koma fram upplýsingar um flutninga í janúar, öryggisatriði er varða hjól og endurskinsmerki, hvað er framundan í desember ásamt skemmtilegum myndum úr skólastarfinu okkar. Sjá fréttabréfið hér.

Nemendur í 1.-2. bekk fengu endurskinsvesti gefins

Nemendur í 1. og 2. bekk í Stekkjaskóla fengu góða gjöf frá foreldrafélagi Stekkjaskóla og Sjóvá þriðjudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Sólveig Ingadóttir kom sem fulltrúi frá foreldrafélaginu og í samvinnu við lögregluna fengu nemendur merkt endurskinsvesti til eignar. Ívar Bjarki og Magnús frá lögreglunni á Suðurlandi komu til okkar, ræddu við börnin um umferðaröryggi og …

Nemendur í 1.-2. bekk fengu endurskinsvesti gefins Read More »

Laus störf – Stuðningsfulltrúar óskast

Vilt þú slást í hópinn með okkur í Stekkjaskóla? Óskað er eftir tveimur stuðningsfulltrúum í 75% stöðuhlutfall frá og með 1. janúar eða eftir samkomulagi. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum. Leitað er eftir áhugasömum og samviskusömum starfsmönnum. Sótt er um störfin í gegnum ráðningarvefinn alfred.is, …

Laus störf – Stuðningsfulltrúar óskast Read More »

Baráttudagur gegn einelti

Þriðjudaginn 8.nóvember var Baráttudagur gegn einelti. Í öllum árgöngum voru unnin verkefni í tilefni dagsins og dreifðist sú vinna yfir alla daga vikunnar. Rætt var um einelti og hvaða afleiðingar það getur haft á þá sem fyrir því verða. Nokkrir árgangar unnu með útklipptan líkama og hvaða áhrif ljót orð hafa á hann. Líkaminn var …

Baráttudagur gegn einelti Read More »

Bókamessa á Degi íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra. Allir eiga bækur heima sem hafa verið lesnar og safna nú ryki. Dagana 14.-16.nóvember fá nemendur tækifæri til að koma með bók eða bækur að heiman í skólann og fá bókamiða í staðinn. Nemendur geta síðan notað …

Bókamessa á Degi íslenskrar tungu. Read More »

Skrifað undir samning um 2. áfanga Stekkjaskóla

Skrifað var undir samning um hönnun og byggingu á 2. áfanga Stekkjaskóla föstudaginn 11. nóvember. Verklok verða í byrjun ágúst 2024. Hilmar Björgvinsson skólastjóri og Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri voru viðstödd fyrir hönd Stekkjaskóla. Kennsla hefst í 1. áfanga skólans í byrjun árs 2023. Virkilega spennandi tímar framundan hjá nemendum og starfsmönnum Stekkjaskóla og alls …

Skrifað undir samning um 2. áfanga Stekkjaskóla Read More »