Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Nýjasti grunnskólinn á Íslandi

24 mars, 2022

Hundrað nem­end­ur og þrem­ur bet­ur eru í Stekkj­a­skóla á Sel­fossi; nýj­asta grunn­skóla lands­ins. Starfið hófst í ág­úst á síðasta ári og var fyrstu mánuðina í bráðabirgðahús­næði í frí­stunda­heim­il­inu Bif­röst við Tryggvagötu. Er nú komið í klasa timb­ur­húsa við Heiðar­stekk á […]

Skóladagur Árborgar miðvikudaginn 30. mars – enginn skóli og engin frístund

23 mars, 2022

Skóladagur Árborgar er haldinn annað hvert ár í Árborg og er fastur liður í starfsþróun og samvinnu skóla og skólastiga. Þar mætir allt starfsfólk grunnskólanna ásamt starfsfólki frístundaheimila, frístundaklúbba, félagsmiðstöðvar og ungmennahúss. Í ár verður skóladagurinn haldinn miðvikudaginn 30. mars […]

Upplestrarhátíð Stekkjaskóla

4 mars, 2022

Föstudaginn 4.mars var fyrsta upplestrarhátíð Stekkjaskóla haldin hátíðleg. Upplestrarhátíðin eða Litla upplestrarkeppnin eins og hún er oft kölluð er haldin árlega í 4.bekk í grunnskólum landsins og er einskonar undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk. Markmið upplestrarhátíðarinnar er að ná […]

Skráning í kór Stekkjaskóla

1 mars, 2022

Skráning í kór Stekkjaskóla er í gangi þessa dagana. Kórinn er val nemenda í 2.- 4. bekk og eru allir hjartanlega velkomnir. Í vetur hafa verið óformlegar kóræfingar fyrir nemendur í þessum árgöngum til að kynna fyrir þeim kórastarf.  Nú […]

Matseðill marsmánaðar

28 febrúar, 2022

Hér má sjá matseðil marsmánaðar.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 28. febrúar – glitrandi dagur

27 febrúar, 2022

Mánudaginn 28. febrúar verður alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður Ísland þar engin undantekning. Félagasamtökin Einstök börn hvetja alla til þess að klæðast einhverju glitrandi þann dag og sýna með því stuðning í verki til þeirra […]

Vetrarfrí 21. og 22. febrúar

18 febrúar, 2022

Vetrarfrí verður í grunnskólum Árborgar í næstu viku, dagana 21. og 22. febrúar.   Stekkjaskóli verður því lokaður þessa daga ásamt frístundarheimilinu Bjarkarbóli. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.  

Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla

18 febrúar, 2022

Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla var haldinn mánudaginn 7. febrúar. Hilmar Björgvinsson skólastjóri kynnti þar fulltrúa ráðsins, hlutverk þess og drög að starfsáætlun. Einnig var farið yfir drög að skóladagatali skólaársins 2022-2023 og stöðu framkvæmda við nýbyggingu skólans. Hér má sjá […]

Fréttabréf Stekkjaskóla – 5. tbl.

17 febrúar, 2022

5. tbl. af fréttabréfi Stekkjaskóla til foreldra var sent út 14. febrúar.  Í fréttabréfinu eru birtar myndir úr skólastarfinu, fjallað um þróunarverkefni skólans ,,Stekkur til framtíðar“, gerð grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingu Stekkjaskóla, sagt frá fyrsta fundi foreldraráðs þar […]

Innritun í grunnskóla skólaárið 2022-23 / Enrollment in primary school year 2022–2023 / Zapisy do szkoły podstawowej w roku szkolnym 2022−2023

14 febrúar, 2022

Innritun barna sem eru fædd árið 2016 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2022 fer fram á Mín Árborg til 27. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að skrá börnin í mötuneyti á mínum síðum | Mín Árborg Skráning í […]

Enginn skólaakstur mánudaginn 14. febrúar

14 febrúar, 2022

Skólabílar ganga ekki í dag í dreifbýlinu, mánudaginn 14. febrúar, vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn og mögulega fer þá aksturinn í gang á ný. Nýjar upplýsingar verða birtar á heimasíðunni.  

Vasaljósaganga í -12°C

13 febrúar, 2022

Úr vikubréfi 4. IM Fréttir vikunnar 7.- 11. febrúar Á þriðjudaginn var gerð heiðarleg tilraun til að skella sér í vasaljósagöngu. Þar sem veðrið var leiðinlegt nýttum við okkur ljósin á annan hátt. Ljósin í stofunni voru slökkt og notuðum […]