Kaffihúsafundur um innra mat Stekkjaskóla

Matsteymi Stekkjaskóla stendur fyrir kaffihúsafundi um innra mat skólans miðvikudaginn 18. maí kl. 13:30-15:30. Þátttakendur verða starfsmenn og forráðamenn. Rýnt verður í niðurstöður úr starfsmannakönnun Maskínu og foreldrakönnun Skólapúlsins. Þátttakendum verður skipt upp í sex hópa með u.þ.b. 5-6 þátttakendum í hverju hópi. Hver hópur fer á sex stöðvar/stofur þar sem ræða á ákveðnar niðurstöður sem komu ekki nógu vel út, greina og koma með hugmyndir að umbótum. Matsteymið tekur síðan tillögurnar saman og býr til umbótaáætlun sem unnið verður eftir á næsta skólaári.

Kaffihúsafundurinn hefst í matsal Stekkjaskóla þar sem sagt verður frá skipulagi dagsins.  Einnig verða niðurstöður úr spurningum sem vinna á með kynntar.

Dagskrá:

  1. Kynning á skipulagi dagsins
  2. Unnið í hópum – Kaffihúsaspjall um niðurstöður og hugmyndir að umbótum
  3. Samantekt og fundi slitið

Við hvetjum forráðamenn sem hafa áhuga og svigrúm að taka þátt í þessari vinnu með okkur.

Skráning verður á fundinn vegna undirbúnings og fer bréf heim til forráðamanna með vefslóð til að skrá sig.

Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudagskvöldið 17. maí.