Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Nemendur Stekkjaskóla tóku þátt í  Ólympíuhlaupi ÍSÍ

2 október, 2021

Síðastliðinn fimmtudag, 30. september,  tóku allir nemendur Stekkjaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið fór fram á tjaldstæðinu við Gestshús og  á íþróttavallasvæðinu.  Minnst átti að hlaupa 2,5 km en mesta vegalengdin var 10 km. Samtals hlupu nemendur Stekkjaskóla 366 km sem er …

Nemendur Stekkjaskóla tóku þátt í  Ólympíuhlaupi ÍSÍ Read More »

Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla

2 október, 2021

Lóðaverktakar hafa verið að vinna á fullu í lóðinni í vikunni. Búið er að leggja gervigras á fótboltavöllinn, helluleggja og leiktækin eru væntanleg á lóðina. Það er  fyrirtækið PRO – garðar ehf sem sjá um lóðaframkvæmdir og stefna þeir á …

Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla Read More »

Sinfóníutónleikar 

2 október, 2021

Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi. Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda. Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák  …

Sinfóníutónleikar  Read More »

Sjóminjasafnið og fjaran

26 september, 2021

Nemendur í 2.-3. ES fóru um daginn til Eyrarbakka þar sem Sjóminjasafnið var skoðað og farið í fjöruna. Ferðin tókst vel og allir hegðuðu sér með sóma.  Í fjörunni fundu nemendur  ýmsar lífverur svo sem klettadoppur, krabba, dauðan fisk og fallega steina og skeljar. 

Stafir, form og mynstur 

26 september, 2021

Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu  hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið  með …

Stafir, form og mynstur  Read More »

Heimsókn í LAVA setrið

26 september, 2021

Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn.  Farið var  upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu …

Heimsókn í LAVA setrið Read More »

Vikupóstar frá umsjónarkennurum 

26 september, 2021

Frá því að skólastarf hófst í haust hafa umsjónarkennarar sent fréttabréf/vikupósta til forráðamanna einu sinni í viku þar sem þeir hafa sagt frá vinnu síðustu daga og hvað sé framundan. Stuðst er við forritið Sway í Office 365 þar sem …

Vikupóstar frá umsjónarkennurum  Read More »

Staða framkvæmda

24 september, 2021

Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði.  Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru  á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið …

Staða framkvæmda Read More »

Starfsdagur á föstudaginn – frí hjá nemendum

22 september, 2021

Næstkomandi föstudag, 24. september,  er starfsdagur í Stekkjaskóla vegna haustþings kennara. Einnig er starfsdagur hjá frístundaheimili Stekkjaskóla. Nemendur verða því í fríi þennan dag.  

Loftmyndir af framkvæmdum 

12 september, 2021

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis …

Loftmyndir af framkvæmdum  Read More »

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

12 september, 2021

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn …

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir Read More »

Fréttir frá Stekkjaskóla

3 september, 2021

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér …

Fréttir frá Stekkjaskóla Read More »