Nemendur í vettvangsferðir mánudaginn 19. desember

Mánudaginn 19. desember fara allir nemendur og starfsmenn í skemmtilegar jólaferðir.

1. og 2. bekkur fara saman í ævintýraskóg og 3. – 5. bekkur fara saman á skauta.
Báðir hóparnir fara með rútu.
Það er mjög mikilvægt að börnin komi klædd eftir veðri því nemendur í 1. – og 2. bekk verða úti allan tímann og það er svalt í skautahöllinni.

Við leggjum af stað snemma um morguninn og allir þurfa að vera komnir kl. 8:10. Börnin þurfa að koma með gott nesti og fernudrykk eða drykk í brúsa. Við komum heim í hádegismat og nemendur klára daginn með kennurum sínum í rólegheitum.

Sjá nánar bréf sem fór heim. Bréf.
Hér eru félagsfærnisögur sem er gott að fara yfir með krökkunum heima, sérstaklega yngri börnunum.