Litlu jólin í Stekkjaskóla – Bréf heim

Litlu jólin í Stekkjaskkóla verða þriðjudaginn 20. desember og hefjast kl. 8:40 og standa yfir til kl. 10:15.

Kl. 8:40 – Börnin mæta í sína heimastofu.
Notarleg stofujól. Hver hópur fer einnig inn í matsal á jólakaffihús. Börnin fá heimabakaðar smákökur sem nemendur í 5. bekk hafa bakað og skólinn býður þeim upp á heitt súkkulaði með rjóma. Sungin verða jólalög undir stjórn Leifs kennsara.

Kl. 10:15 – Börnin fara heim og í jólafrí. Frístund fyrir þau sem þar eru skráð.

Börnin þurfa ekki að hafa neitt með sér þennan dag, bara góða skapið og vera klædd í tilefni dagsins.

Sjá nánar bréf hér sem fór heim 13. desember.

Kennsla hefst eftir jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu.

Gleðileg jól