Óvíst með vettvangsferðir til Reykjavíkur í fyrramálið

Kæru forráðamenn, nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla

Eins og staðan er núna er óvíst hvort hægt verði að fara í vettvangsferðir til Reykjavíkur í fyrramálið eins og til stóð, vegna veðurs og færðar.
Forsvarsmaður hjá rútufyrirtækinu, Guðmundur Tyrfingsson ehf., hefur verið í sambandi við undirritaðan og höfum við ákveðið að taka stöðuna kl. 7:00 í fyrramálið. Ekki verður keyrt til Reykjavíkur ef einhver óvissa er með veður eða færð.

Í fyrramálið upp úr kl. 7:00 verður ákveðið hvort farið verður til Reykjavíkur og í framhaldinu sendur tölvupóstur á forráðamenn og tilkynning sett á heimasíðu skólans.
Hvort sem við förum eða ekki biðjum við alla að vera vel klædda til útiveru á morgun.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á undirritaðan.

Bkv. Hilmar Björgvinsson skólastjóri
hilmarb@stekkjaskoli.is